Tyrkjaveldi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Veldi Ottómana þegar það var stærst.
Umsátrið um Vín 1683

Tyrkjaveldi, einnig nefnt Ottómanveldið eða Ósmanska ríkið, (ottómönsk tyrkneska: دولت عالیه عثمانیه, Devlet-i Âliye-yi Osmâniyye, tyrkneska: Osmanlı Devleti eða Osmanlı İmparatorluğu) var stórveldi við botn Miðjarðarhafs sem Tyrkir stjórnuðu. Það var súnní-múslimskt ríki sem Oghuz-Tyrkir, undir stjórn Osman 1., stofnuðu árið 1299 í Norðvestur-Anatólíu.[1] Eftir sigurför Múrads 1. um Balkanskagann á árunum 1362-1389 náði ríkið yfir hluta tveggja heimsálfa og gat gert kröfu til þess að kalla sig kalífadæmi. Undir stjórn Mehmeds 2.[2][3][4] steyptu Ósmanar austrómverska keisaradæminu með því að ná Konstantínópel á sitt vald árið 1453.

Tyrkjaveldi var miðpunktur samskipta Vestur- og Austurlanda í rúmlega 600 ár. Tyrkjaveldi var stöðugt  efnahags- og samfélagslega alla 17. og 18. öld. Á blómaskeiði sínu, undir lok 17. aldar, náði ríkið yfir hluta þriggja heimsálfa og innihélt Balkanskagann og suðausturhluta Evrópu, ásamt stærstum hluta Mið-Austurlanda og Norður-Afríku, og náði frá Gíbraltarsundi í vestri til Kaspíahafs í austri og frá Austurríki í norðri til Sómalíu í suðri. Höfuðborg ríkisins var hin forna borg Konstantínópel við Bospórussund, eftir að soldáninn Memed sigursæli náði henni á sitt vald árið 1453.

Á miðri 18. öld dró þó nokkuð úr afli Tyrkjaveldis þegar Habsborgaraveldið og Rússaveldi hófu að sækja að Tyrkjum í bardögum um landsvæði. Á þessu tímabil töpuðu Tyrkir mörgum orrustum, sem leiddi til mikils mannfalls, kostnaðar og landamissis. Þetta varð til þess að stjórn Tyrkja hóf miklar umbætur, nútímavæðingu og endurbyggingu ríkisins.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  1. "Ottoman Empire". Britannica Online Encyclopedia. Retrieved 11 February 2013.
  2. The A to Z of the Ottoman Empire, by Selcuk Aksin Somel, 2010, p.179
  3. The Ottoman Empire, 1700–1922, Donald Quataert, 2005, p.4
  4. The Grove Encyclopedia of Islamic Art and Architecture: Delhi to Mosque, Jonathan M. Bloom, Sheila Blair, 2009. p.82
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.