Tommi togvagn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tommi togvagn (enska: Thomas & Friends) er bresk sjónvarpsþáttaröð fyrir börn búin til af Britt Allcroft. Myndin er byggð á bókaflokknum The Railway Series eftir séra Wilbert Awdry og síðar Christopher son hans og fjallar um ævintýri Tomma, talandi eimreiðar, sem býr á hinni skálduðu eyju Sodor með félögum sínum Edvard, Hinrik, Gyrði, Jakobi, Pésa og fleirum. Tommi lendir yfirleitt í vandræðum við að sinna verkum sem henta betur stærri og skynsamari eimreiðum, en gefst aldrei upp á að vera „virkilega gagnleg eimreið“. Fyrsta þáttaröðin var sýnd á ITV árið 1984.

Þættirnir voru gerðir með járnbrautarlíkani á kvarðanum 1:32. Andlit eimreiðanna voru ekki kvikuð heldur breyttu um svip milli klippinga. Einstaka sinnum var notast við stop-motion-hreyfingar eða teiknimyndir.

Ringo Starr var sögumaður í fyrstu tveimur þáttaröðunum í bresku sjónvarpi. Íslenska útgáfan af þáttaröðinni var talsett af Davíð Þór Jónssyni.