Hörður Torfason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hörður Torfason (Mynd: Örlygur Hnefill)

Hörður Torfason (fæddur 4. september 1945) er íslenskt söngvaskáld og brautryðjandi á því sviði sem og mörgum öðrum. Menntaður leikari frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins vorið 1970 starfað einnig sem leikstjóri frá 1971 og mannréttindabaráttumaður og sem slíkur stofnandi, hugmyndasmiður, framkvæmdaraðili og talsmaður Radda fólksins árið 2008 í kjölfar efnahagskreppunnar á Íslandi. Hann stóð einnig fyrir áhrifaríkum mótmælum við Menntamálaráðuneytið sumarið 2008 vegna máls Poul Ramses. Hann var fyrstur á Íslandi til að koma opinberlega úr skápnum þá þjóðþekktur maður. Hugmyndasmiður og aðalstofnandi Samtakanna '78.

Hann hefur skrifaði leikrit og ljóð, leikið fjölmörg hlutverk á sviði og nokkur í kvikmyndum, leikstýrt um 50 sviðsuppsetningum og hannað og smíðað leikmyndir við þær flestar. Sem hugmyndasmiður Búsáhaldabyltingarinnar og mannréttinda baráttumaður hefur hann farið víða um heim og haldið fyrirlestra um aðferðir sínar.

Haustið 2008 kom út ævisaga hans Tabú, skráð af Ævari Erni Jósepssyni.

Með fyrstu plötu sinni sem hann tók upp sumarið 1970 Hörður Torfason syngur eigin lög hafði hann gríðarleg áhrif á íslenska tónlist og urðu margir til að taka hann sér til fyrirmyndar. Hörður hefur oft verið nefndur "Þjóðleikhús landsbyggðarinnar" því áratugum saman ferðaðist hann hringinn í kringum landið að minnsta kosti einu sinni á hverju ári með tónleika. Hann hefur starfað sjálfstætt síðan 1973 það er að segja tónleikar hans og önnur starfssem hefur ekki stuðst við styrkveitingar peningamanna eða fyrirtækja. Hörður hefur sent frá sér 23 plötur.

Hörður er sonur hjónanna Torfa Benediktssonar og Önnu Kristinsdóttur. Hann er næstelstur sex systkina.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.