Hildur Guðnadóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hildur Guðnadóttir
Hildur Guðnadóttir.jpg
Hildur Guðnadóttir árið 2007.
Fæðingarnafn Hildur Guðnadóttir
Önnur nöfn Óþekkt
Fædd 4. september 1982 (1982-09-04) (37 ára)
Dáin Óþekkt
Uppruni Íslensk
Hljóðfæri Selló og ásláttarhljóðfæri
Tegund Óþekkt
Raddsvið Óþekkt
Tónlistarstefnur Óþekkt
Titill Óþekkt
Ár Óþekkt
Útgefandi Óþekkt
Samvinna Óþekkt
Vefsíða https://www.hildurness.com
Meðlimir
Núverandi Óþekkt
Fyrri Óþekkt
Undirskrift

Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir (f. 4. september 1982) er íslenskt tónskáld og tónlistarmaður. Hún er menntaður sellóleikari og hefur spilað með hljómsveitunum Pan Sonic, Throbbing Gristle, Múm og Stórsveit Nix Noltes. Hún hefur jafnframt leikið á tónleikum með Animal Collective og Sunn O))).

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2006 gaf Hildur út sólóplötu undir titlinum Lost in Hildurness, sem var síðar endurútgefin með titlinum Mount A. Á plötunni spilaði Hildur sjálf á öll hljóðfærin og stjórnaði hljóðupptökunum.[1] Platan var tekin upp í New York-borg og á Hólum í Hjaltadal. Árið 2009 gaf hún út aðra sólóplötu sína, Without Sinking, hjá bresku tónlistarútgáfunni Touch Music.

Auk þess að spila á selló er Hildur einnig söngvari og kórstjóri. Hún hefur meðal annars stýrt kór á tónleikum Throbbing Gristle í Austurríki og London. Árið 2006 samdi Hildur undirleik fyrir leikritið Sumardag sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu.[2] Hún hefur einnig samið tónlist fyrir dönsku kvikmyndina Kapringen (2012),[3][4] kvikmyndina Mary Magdalene (2018) (í samstarfi við Jóhann Jóhannsson),[5] Sicario: Day of the Soldado (2018) og sjónvarpsþáttaröðina Chernobyl (2019). Hún samdi einnig tónlistina fyrir kvikmyndina Joker árið 2019 og vann fyrir hana Premio Soundtrack Stars-verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sama ár.[6]

Í nóvember 2019 var Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í Chernobyl.[7]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Fékk plötu með eigin tónlist í afmælisgjöf“. Dagblaðið Vísir. 22. september 2006. Sótt 17. október 2019.
  2. „12 Tónar - Hildur Guðnadóttir“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. október 2007. Sótt 17. október 2019.
  3. „Musikpris 2014 - Hildur Guðnadóttir“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15 June 2014. Sótt 29. september 2017.
  4. „Hildur Guðnadóttir - IMDb“. imdb.com. Sótt 4. nóvember 2015.
  5. „Johann Johannsson's Death Leaves Friends Shocked, Questions Unanswered“. Sótt 25. mars 2017.
  6. „Hildur Gudnadottir to Score Todd Phillips' 'Joker' Origin Movie“. Film Music Reporter. Sótt 20. september 2018.
  7. Kristín Ólafsdóttir (20. nóvember 2019). „Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna“. Vísir. Sótt 20. nóvember 2019.