Miðvikudagur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Miðvikudagur er 4. dagur hverrar viku og er nafn hans af því dregið að hann er sá dagur sem er í miðri hverri viku. Miðvikudagur er á eftir þriðjudegi en á undan fimmtudegi. Til forna var dagurinn kenndur við Óðin, æðsta ás norrænnar goðafræði, og hét þá Óðinsdagur. Enn sjást merki þess bæði í dönsku (og öðrum norrænum málum) og ensku, onsdag og Wednesday. Núverandi heiti á sér hinsvegar samsvörun í þýsku: Mittwoch.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu


Vika
Sunnudagur | Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | Laugardagur