1796
Ár |
Áratugir |
Aldir |

Árið 1796 (MDCCXCVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]
- 6. nóvember - Dómkirkjan í Reykjavík vígð.
- 5. desember - Skólapiltar í Hólavallarskóla settu á svið leikritið Hrólf eða Slaður og trúgirni eftir Sigurð Pétursson og er það yfirleitt talin fyrsta íslenska leiksýningin.
- Magnús Stephensen hóf að gefa út fréttatímaritið Minnisverð tíðindi.
- Nýtt hús var reist fyrir holdsveikraspítalann á Hallbjarnareyri.
Fædd
- 29. september - Hjálmar Jónsson (Bólu-Hjálmar), íslenskt skáld (d. 1875).
Dáin
- 4. ágúst - Hannes Finnsson, biskup í Skálholti (f. 1739)
- 19. nóvember - Þorkell Fjeldsted, íslenskur lögmaður í Færeyjum og síðar amtmaður og stiftamtmaður í Noregi (f. 1740)
- Margrét Finnsdóttir, biskupsfrú á Hólum, kona Jóns Teitssonar (f. 1734).
Erlendis[breyta | breyta frumkóða]
- 9. mars - Napóleon Bónaparte giftist fyrri konu sinni, Josephine de Beauharnis, síðar Jósefínu keisaraynju.
- 14. maí - Edward Jenner bólusetti átta ára dreng, James Phipps, við kúabólu og var það fyrsta bólusetningin.
- 15. maí - Her Napóleons Bónaparte náði Mílanó á sitt vald.
- 6.-7. júní - Ragundavatn, 25 kílómetra langt stöðuvatn í Jamtalandi í Svíþjóð, tæmdist á fjórum klukkutímum þegar tilraun til að gera rennu til að fleyta timbri framhjá 35 metra háum fossi sem féll út vatninu mistókst. Flóðbylgja sem talin hafa verið um 300 milljónir rúmmetra af vatni olli mikilli eyðileggingu en þó fórst enginn.
- 3. nóvember - Forsetakosningar í Bandaríkjunum. John Adams sigraði Thomas Jefferson.
- 6. nóvember (gamli stíll, 17. nóvember samkvæmt gregorísku tímatali) - Katrín mikla Rússakeisaraynja dó og Páll 1. sonur hennar varð keisari.
- Jane Austen skrifaði fyrsta uppkastið að skáldsögu sinni Hroka og hleypidómum. Hún kom þó ekki út fyrr en 1813.
Fædd
- 28. júní - Karólína Amalía af Augustenborg, drottning Danmerkur, kona Kristjáns 8. (d. 1881).
- 6. júlí - Nikulás 1. Rússakeisari (d. 1855).
- 16. júlí - Camille Corot, franskur listmálari (d. 1875).
Dáin
- 21. júlí - Robert Burns, skoskt skáld (f. 1759).
- 7. október - Thomas Reid, skoskur heimspekingur (f. 1710).
- 10. október - Júlíana María, dönsk ekkjudrottning, kona Friðriks 5. (f.
- 6. nóvember/17. nóvember - Katrín mikla, keisaraynja Rússlands (f. 1729).