Laugardalshöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Ísland - Frakkland Laugardalshöll, apríl 2010

Laugardalshöll er um 6.500 íþrótta-, tónleika-, sýningar- og ráðstefnuhöll í Laugardalnum í Reykjavík. Laugardalshöll var lengi vel stærsta íþrótta- og tónleikahús landsins og hefur í gegnum tíðina hýst ýmsa stórviðburði eins og tónleika Led Zeppelin 1970, skákeinvígi Fischers og Spasskíjs 1972 og Heimsmeistaramótið í handbolta 1995. Í Laugardalshöll hafa auk þess oft verið haldnar stórar vörusýningar, svo sem heimilissýningarnar og atvinnuvegasýningar af ýmsu tagi.

Laugardalshöllin var teiknuð af Gísla Halldórssyni arkitekt 1959 og reist af Reykjavíkurborg og Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Hún var vígð 6. desember árið 1965 en fyrsti íþróttaleikurinn sem þar fór fram var leikur úrvalsliðs Reykjavíkur í handbolta gegn Baník Karviná frá Tékkóslóvakíu 4. desember 1965.

Árið 2005 var reist 9.500 m² stálgrindarhús viðbyggt við Laugardalshöllina þar sem er sérhannaður með tilliti til frjálsra íþrótta.

Bent hefur verið á að höllin uppfyllir ekki nútímastaðla íþrótta og sé í raun úrelt. Hún er starfrækt á undanþágu í handbolta og körfubolta.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Hnit: 64°08′25″N 21°52′41″V / 64.140305°N 21.877985°V / 64.140305; -21.877985