Rodrigo Duterte
Rodrigo Duterte | |
---|---|
Forseti Filippseyja | |
Í embætti 30. júní 2016 – 30. júní 2022 | |
Varaforseti | Leni Robredo |
Forveri | Benigno Aquino III |
Eftirmaður | Bongbong Marcos |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 28. mars 1945 Maasin, Leyte, Filippseyjum |
Þjóðerni | Filippeyskur |
Stjórnmálaflokkur | PDP–Laban |
Maki | Elizabeth Zimmerman (g. 1973; skilin 2000) |
Börn | 4 |
Háskóli | San Beda-háskóli |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Rodrigo Roa Duterte (fæddur 28. mars, 1945) er filippseyskur stjórnmálamaður og fyrrverandi forseti Filippseyja. Hann tók við embætti árið 2016 og var kosinn með 39% atkvæða. Áður var hann borgarstjóri borgarinnar Davaó á Mindanao-eyju í 22 ár.
Duterte hefur verið gagnrýndur af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum fyrir aftökur á fíkniefnasölum og fíkniefnaneytendum. Duterte hefur látið frá sér umdeild ummæli.[1] Á fundi ASEAN-ríkja og annarra landa kallaði hann Barack Obama Bandaríkjaforseta hóruson. Hann hefur sagst vilja drepa jafnmarga fíkla og Hitler gerði við gyðinga. [2] Duterte hefur viðurkennt að hafa myrt þrjá meinta glæpamenn þegar hann var borgarstjóri.[3]
Forseti Filippseyja má aðeins sitja eitt sex ára kjörtímabil en lengi voru vangaveltur um að Duterte myndi bjóða sig fram í embætti varaforseta til þess að halda völdum að lokinni forsetatíð sinni.[4] Í október 2021 tilkynnti Duterte hins vegar að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til varaforseta árið 2022 og myndi hætta afskiptum af stjórnmálum.[5]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Pálmi Jónasson (4. apríl 2017). „Morðóður forseti“. RÚV. Sótt 30. ágúst 2024.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Philippines President Rodrigo Duterte in quotes BBC. Skoðað 15. september, 2016
- ↑ Jewish leaders react to Rodrigo Duterte Holocaust remarks BBC. Skoðað 1. október, 2016.
- ↑ Duterte myrti þrjá sem borgarstjóri Rúv, skoðað 22. des, 2016.
- ↑ Róbert Jóhannsson (25. ágúst 2021). „Duterte verður varaforsetaefni“. RÚV. Sótt 2. október 2021.
- ↑ „Duterte hættir í stjórnmálum“. mbl.is. 2. október 2021. Sótt 2. október 2021.
Fyrirrennari: Benigno Aquino III |
|
Eftirmaður: Bongbong Marcos |