Pierre-Simon Laplace

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Málverk af Pierre-Simon Laplace.

Pierre-Simon Marquis de Laplace (28. mars 17495. mars 1827) var franskur stærðfræðingur. Hann var þekktastur fyrir fimm binda rit sitt um hreyfingu reikistjarna, Mécanique céleste, og einnig grundvallarrannsóknir í líkindafræði. Laplace jók við þyngdaraflskenningu Newtons. Laplacevirkinn er nefndur eftir honum og sömuleðis jafna Laplace og Laplacevörpun.

Djöfull LaPlaces[breyta | breyta frumkóða]

Hann var þeirrar skoðunar að um leið og allar upphafsaðstæður einhvers lokaðs aflfræðilegs kerfis, svo sem alheimsins, væru þekktar, mætti sjá alla þróun og lok kerfisins fyrir. Þessi kenning telst til löghyggju og er mjög einkennandi fyrir hugarfar vísindamanna í kjölfar Upplýsingarinnar. Þegar Napoleon spurði hann hvar og hvernig guð passaði inn í kenninguna, svarði hann því til að hann hefði enga þörf fyrir þá tilgátu.

Hann var um skamma hríð innanríkisráðherra í stjórn Napoleons.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.