Vatnajökulsþjóðgarður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008. Hann nær yfir allan Vatnajökul og stór svæði í nágrenni hans, þar á meðal þjóðgarðana sem fyrir voru í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum. Þjóðgarðurinn spannar tæp 14% af flatarmáli Íslands (13.952 ferkílómetrar í apríl 2015) og er á meðal stærstu þjóðgarða í Evrópu.

Sérstaða Vatnajökulsþjóðgarðs felst einkum í fjölbreytilegum landslagsformum sem samspil eldvirkni, jarðhita, jökuls og vatnsfalla hafa skapað.

Árið 2019 var þjóðgarðurinn stækkaður og m.a. Herðubreið og Herðubreiðalindir bættust við. Einnig komst þjóðgarðurinn á heimsminjaskrá UNESCO.

Mynd af Vatnajökli tekin úr flugvél.

Heimildir og ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.