Vatnajökulsþjóðgarður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Mynd af Vatnajökli tekin úr flugvél.

Vatnajökulsþjóðgarður er þjóðgarður á Íslandi sem stofnaður var 7. júní 2008. Þjóðgarðurinn var við stofnun yfir 12.000 km² að stærð eða sem samsvarar 12% af yfirborði Íslands og er stærsti þjóðgarður í Evrópu. Vatnajökulsþjóðgarður mun í fyrstu ná til alls þjóðgarðsins í Skaftafelli svo og þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum auk nánast alls Vatnajökuls og helstu áhrifasvæða hans, að vestan, norðan, austan og sunnan. Meðal þess eru Tungnafellsjökull, Vonarskarð, Hágönguhraun og Veiðivatnahraun, vestan Vatnajökuls og Vesturöræfi, Snæfell, Eyjabakkar og hluti Hrauna, norðan Vatnajökuls. Land í Vatnajökulsþjóðgarði verður að mestu í eigu ríkisins. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs sér um rekstur nokkurra friðlýstra svæða í nágrenni þjóðgarðsins, svæða sem í framtíðinni er reiknað með að verði hluti þjóðgarðsins. Gert er ráð fyrir að Vatnajökulsþjóðgarður muni stækka frekar á næstu misserum og árum og innan hans verði m.a. Langisjór.

Saga þjóðgarðsins[breyta | breyta frumkóða]

Ríkisstjórn Íslands samþykkti þann 10. nóvember 2006 að leggja fram stjórnarfrumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð. Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi og samþykkt þar 28. mars 2007 og gekk í gildi 1. maí 2007.

Rekstur þjóðgarðsins[breyta | breyta frumkóða]

Gestastofur verða meginstarfstöðvar þjóðgarðsins. Nú þegar eru tvær gestastofur innan þjóðgarðsins, í Ásbyrgi og í Skaftafelli. Fyrirhugað er síðan að opna gestastofur á fjórum öðrum stöðum: Mývatnssveit, Skriðuklaustri, Höfn, og Kirkjubæjarklaustri. Sumarið 2008 störfuðu um 40 manns í þjóðgarðinum við landvörslu á eftirfarandi landvörslustöðvum:

Herðubreiðarlindir, Drekagil við Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, við Snæfell, á Lónsöræfumi, í Laka, í Hrauneyjum og við Nýjadal/Vonarskarði. Í framtíðinni er einnig fyrirhugað að koma á landvörslustöð á Heinabergssvæðinu.

Stjórn þjóðgarðsins[breyta | breyta frumkóða]

Vatnajökulsþjóðgarður er ríkisstofnun sem lýtur sjö manna stjórn skipaðri af umhverfisráðherra. Fjórir af sjö stjórnarmönnum koma úr sveitarfélögum sem liggja að svæðinu, einn er fulltrúi umhverfissamtaka og formaður og varaformaður eru skipaðir af umhverfisráðherra án tilnefningar. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs skipa[1]:

 • Kristveig Sigurðardóttir - formaður
 • Varamaður: Gunnar Sveinbjörn Ólafsson
 • Rósa Björk Halldórsdóttir - varaformaður
 • Varamaður: Þorsteinn M. Kristinsson
 • Böðvar Pétursson - aðalmaður
 • Friðrika Sigurgeirsdóttir, varamaður
 • Björn Ármann Ólafsson - aðalmaður
 • Sigrún Blöndal, varamaður
 • Reynir Arnarson - aðalmaður
 • Björn Ingi Jónsson, varamaður
 • Elín Heiða Valsdóttir - aðalmaður
 • Sigurður Skúlason, varamaður
 • Sigrún Helgadóttir - aðalmaður, tilnefnd af umhverfisverndarsamtökum
 • Björn H. Barkarson, varamaður
 • Snorri Ingimarsson - aðaláheyrnarfulltrúi tilnefndur af Samtökum útivistarfélaga
 • Þorvarður Helgason, varaáheyrnarfulltrúi

Heimildir og ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
 1. Villa í Snið:Vefheimild: Gefa þarf upp báða stikana url og titill, skoðað þann 03.04.2013 2013.