1696
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1696 (MDCXCVI í rómverskum tölum) var 96. ár 17. aldar. Það var hlaupár sem hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu eða miðvikudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Ísland
[breyta | breyta frumkóða]- 8. febrúar - Óveður gerði á Norður- og Vesturlandi og urðu fimmtán manns úti. Frá þessu segir í Hestsannál.
- 28. mars - Konungur lagði þá kvöð á Íslendinga að senda skyldi þrjá menn úr hverri sýslu, þrjátíu alls, til að þjóna í flota eða landher Danaveldis.
- 9. október - Alþingisbókin, fyrsta íslenska tímaritið, var prentuð í Skálholti af Jóni Snorrasyni.
- 3 fórust í snjóflóð við Hólshyrnu á Ólafsfirði.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- Jón Steinsson Bergmann, einn hinna fyrstu sem lögðu stund á læknisfræði. (d. 1719)
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 4. júní - Gísli Magnússon (Vísi-Gísli), sýslumaður í Rangárvallasýslu (f. 1621).
- 9. október - Einar Þorsteinsson biskup á Hólum (f. 1633).
- Jón Magnússon þumlungur, prestur á Eyri í Skutulsfirði (f. 1610).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 8. febrúar - Pétur mikli varð einn keisari Rússlands við lát hálfbróður síns, Ívans 5..
- 23. febrúar - Þrír Jakobítar voru dæmdir til dauða fyrir að leggja á ráðin að taka Vilhjálm 3. Englandskonung af lífi.
- 4. júní - Pueblo-frumbyggjar gerðu árás á Spánverja í Santa Fe de Nuevo México (í núverandi Nýju-Mexíkó).
- 11. september - Breski flotinn sökkti herskipi sínu HMS Sapphire á Nýfundnalandií stað þess að láta Frökkum það í té.
- 7. október - Níu ára stríðið: Vopnahlé var gert milli Frakka og Bandalagsins mikla.
- 30. nóvember - Frakkar eyðilögðu St. John's á Nýfundnalandi eftir þriggja daga umsátur.
- Desember - Thomas Aikenhead, skoskur háskólanemi, var ákærður fyrir guðlast.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Hungursneyðir á Norðurlöndum: Finnland og Eistland urðu illa úti. Einnig var hungursneyð í Skotlandi.
- Fyrsta bókin um diffurreikning, Analyse des infiniment petits pour l'intelligence des lignes courbes, eftir Guillaume de l'Hôpital kom út.
- Botníska verslunarbannið gekk aftur í gildi í Svíþjóð.
- Skotlandsbanki gaf út fyrstu pappírspeningaseðlana í Evrópu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 5. janúar - Giuseppe Galli-Bibiena, ítalskur arkitekt (d. 1757).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 8. febrúar - Ívan 5. Rússakeisari (f. 1666).
- 17. júní - Jóhann 3. Sobieski, konungur Póllands og stórfursti í Litháen (f. 1629).
- 21. nóvember - Otto von Guericke, þýskur uppfinningamaður (f. 1602).
- 4. desember - Meishō, keisaraynja Japans. (f. 1624)