Gunnar Örn Gunnarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Gunnar Örn Gunnarsson (fæddur 2. desember 1946 í Reykjavík, látinn 28. mars 2008 í Reykjavík) var íslenskur myndlistarmaður. Verk hans eru nú á söfnum á Íslandi en einnig í Guggenheim safninu í New York, Sezon Museum í Tókýó, Moderna museet og National Museum í Stokkhólmi. Hann varð einn af þekktastu málurum Íslendinga.[heimild vantar]

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Gunnar Örn lauk prófi hjá Gagnfræðiskóla Keflavíkur 1962, hann stundaði sellónám í Kaupmannahöfn 1963. Hann fór að skoða myndir í bernsku og byrjaði að teikna. Hann málaði allt sem hann náði í, masonít og krossvið.

Gunnar Örn giftist Þórdísí Ingólfsdóttur 12. október 1978. Hann var ljósmyndari um tíma hjá Dagblaðinu Vísi 1981.

Myndlist[breyta | breyta frumkóða]

Margir uppgötvuðu Gunnar Örn sem málara á sýningum í Norræna húsinu í byrjun áttunda áratugarins. Kviðristumyndir og líkamsslitur voru eins og sprengjur, þótt stöðugt yrðu breytingar í list Gunnar eru margir sem þekkja myndir hans úr fjarska, svo sérstakt er handbragðið og höfundareinkennin hans eru sterk. Hann lagði stund á myndlist frá 1964 og stofnaði og rak til dauðadags Gallerí ásamt Þórdísi eiginkonu sinni. Galleríið heitir Gallerí Kamb og stóð þar fyrir fjölda sýninga Íslenskra og erlendra listamanna.

Hann gerði myndir af heiminum á öllum skeiðum. Myndirnar hans eru um fleira en plöntur í skógi, kú á engi, fjall í fjarska og hús við ás. Allt lífsins undur er í myndum hans. Heimur, lífið, tilfinningarnar, himinn og skelfing. Gunnar var alla tíð maður litríkis. Hann naut sterkra lita og líka spennu í samspili þeirra. Hann gerði tilraunir með form og var alla tíð að prófa nýtt. Gunnar gekk alltaf í gegnum endurnýjun, eiginlega á sjö ára tímabilum.[heimild vantar] Breytingarnar voru Gunnari ekki léttúðarmál og reyndu oft mjög á hann.[heimild vantar] Aldrei á ævinni málaði hann til að selja, hann lét aldrei undan markaðsfreistingum.

Sýningar[breyta | breyta frumkóða]

Gunnar hélt margar einkasýningar en fyrsta einkasýning hans á Íslandi var árið 1970. Hann hélt til dæmis sex einkasýningar í Kaupmannahöfn, tvær í New York og eina í Feneyjum. Seinustu einkasýningu sína hélt hann í Gallerí Kambi í maí 2007 í tilefni af sextugsafmæli sínu. Hann tók líka þátt í mörgum samsýningum á Íslandi, Norðurlöndunum, í London, París, Moskvu, New York, Chicago og Tókýo.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]