Fara í innihald

Joseph-Ignace Guillotin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dr. Joseph-Ignace Guillotin

Dr. Joseph-Ignace Guillotin (28. maí 173826. mars 1814) var franskur læknir, og er frægastur fyrir að hafa mælt með fallöxinni.

Joseph-Ignace Guillotin fann þó ekki upp fallöxina, en hann var meðmælandi hennar 10. október, 1789, þegar hann mælti með því að tekið yrði í gagnið mekanískt amboð til að framkvæma aftökur í Frakklandi. Ættarnafn hans, að viðbættu e, hefur fengið merkingu fallaxarinnar í mörgum tungumálum. Ættingjar hans kvörtuðu við yfirvöld og báðu þau um að hætta að nota ættarnafn þeirra sem heiti yfir fallöxina, en með engum árangri, og varð til þess að fjölskyldan skipti um ættarnafn.

Hann varð prófessor í bókmenntum frá Irish College í Bordeaux, en ákvað síðan að verða læknir. Hann nam læknisfræði við Háskólann í Reims og einnig við Háskólann í París. Hann útskrifaðist þaðan árið 1770.

Árið 1789 varð hann fulltrúi Parísar við Assemblée Constituante. Það var sem slíkur sem hann mælti með fallöxinni við löggjafarþingið. Þó hann hafi mælt með fallöxinni var Guillotin á móti dauðarefsingu. Hann vonaði að öllu mannlegri og sársaukalausari aftöku-aðferð yrði fundin upp, og það yrði fyrsta skrefið að því að banna aftökur með öllu.