Fara í innihald

Jón Jónsson frá Ljárskógum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjá aðgreiningarsíðu fyrir aðra einstaklinga sem heita Jón Jónsson.

Jón Jónsson frá Ljárskógum (28. mars 19147. október 1945) var íslenskt skáld og söngvari. Hann fæddist að Ljárskógum í Laxárdal. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri þar sem hann átti þátt í stofnun MA-kvartettsins. Síðar flutti hann til Reykjavíkur og að endingu til Ísafjarðar. Hann lést úr berklum á Vífilsstaðaspítala. Mörg af kvæðum Jóns urðu gríðarvinsæl sönglög eins og „Káta Víkurmær/Fornar ástir“ (við lag Benjamin Hanby), „Sestu hérna hjá mér“ (við lag Liliuokalani) og „Húmar að kveldi“ (við lag Stephen Foster). Úrval ljóða hans kom út árið 1976 í ritstjórn Steinþórs Gestssonar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.