Krímstríðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Bardaginn við Sinope eftir rússneska málarann Ivan Aivazovsky.

Krímstríðið var stríð sem var háð á árunum 18531856 (október 1853 til febrúar 1856). Þar höfðu Ottómanveldið, Bretar, Sardiníumenn og Frakkar gert með sér bandalag gegn útþenslu Rússa við Svartahaf. Mest var barist á Krímskaganum, en einnig í Búlgaríu, Rúmeníu, við Eystrasalt og í Tyrklandi. Oft er talað um Krímstríðið sem fyrsta nútímastríðið og talið að þar hafi ýmsar nýstárlegar tækninýjungar í stríðsrekstri fyrst verið prófaðar.

Eftir stríðið varð Balkanskaginn þrætueplisog síðan þá hefur órói endurtekið einkennt svæðið. Á meðan á stríðinu stóð vann breska hjúkrunarkonan Florence Nightingale á vígstöðvunum við hjúkrun særðra. Dró þá úr dánartíðni meðal særðra manna og hlaut hún góðan orðstír af. Nokkrum árum eftir lok stríðsins, árið 1861, aflétti Alexander II. Rússakeisari bændaánauð í Rússlandi, iðnaður jókst og samgöngur voru bættar. Ríkisstjórn Rússlands herti þó aftur tökin eftir að keisarinn var myrtur árið 1881.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þessi sagnfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.