Istanbúl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Istanbúl
Gervihnattamynd af borginni.

Istanbúl eða Mikligarður (tyrkneska İstanbul; gríska Κωνσταντινούπολις; latína Constantinopolis; íslenska áður fyrr Mikligarður) er stærsta borg Tyrklands og fyrrum höfuðborg Tyrkjaveldis frá því skömmu eftir fall borgarinnar fyrir her Mehmets 2. þar til það var leyst upp 1922. Borgin stendur beggja vegna Bosporussunds. Hún er eina borg heims sem stendur í tveimur heimsálfum; bæði í Evrópu (Þrakíu) og Asíu (Anatólíu). Árið 2000 bjuggu um átta milljónir í borginni sjálfri og tíu milljónir í nágrenni hennar sem gerir hana eina af stærstu borgum Evrópu.

Hin ýmsu nöfn borgarinnar[breyta | breyta frumkóða]

Istanbúl hefur borið mörg nöfn. Hún var fyrst byggð af grískum nýlendumönnum frá Megöru um 660 árum f.Kr. og hét þá Býzantíon (Býzans). Árið 330 e.Kr. gerði Konstantín mikli, keisari Rómaveldis, borgina að höfuðstað hins rómverska ríkis og var bærinn síðan kallaður Konstantínópel (þ.e. Konstantínusarborg). Á víkingaöldinni og lengur kölluðu norrænar þjóðir bæinn Miklagarð (Hin mikla borg). Hið almenna nafn hans meðal Tyrkja er Stambul eða Istambul en í stjórnarbréfum Tyrkja er bærinn kallaður Dar-i-Seadet (hamingjunnar hús) eða Bab-i-Seadet (hamingjunnar port). Hinar slavnesku þjóðir kölluðu Istanbúl lengi vel Zarigrad (þ.e. keisarabæ).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.