1868
Ár |
Áratugir |
Aldir |

Úr Magasin du Nord (um árið 1900).
Árið 1868 (MDCCCLXVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]
- Ný tegund af ljá (Ólafsdalsljárinn) var flutt inn frá Skotlandi. Með notkun hans jukust afköst sláttumanna um 30-40%.
- Fyrsta hafskipabryggja landsins var gerð á Ísafirði.
- Kumlateigur úr heiðni fannst við Hafurbjarnarstaði á Reykjanesi. Það er talinn einn merkasti fornleifafundur Íslandssögunnar.
- Fyrsti eiginlegi sparisjóðurinn stofnaður á Seyðisfirði. Hann varð þó ekki langlífur.
- Norðmenn gera fyrstu tilraunir til síldveiða við Ísland.
- Grímur Thomsen keypti Bessastaði og bjó þar til dauðadags 1896.
Fædd
- 25. maí - Páll Einarsson, hæstaréttardómari og fyrsti borgarstjóri Reykjavíkur (d. 1954)
- 25. maí - Séra Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM og KFUK (d. 1961).
- 30. nóvember - Haraldur Níelsson, prófessor (d. 1928).
Dáin
- 8. mars - Jón Thoroddsen, sýslumaður og skáld (f. 1818).
- Jørgen Ditlev Trampe, stiftamtmaður (f. 1807).
Erlendis[breyta | breyta frumkóða]
- September - Ísabella 2. Spánardrottning var svipt völdum og send í útlegð. Hún sagði þó ekki formlega af sér fyrr en 1870.
- 3. nóvember - Ulysses S. Grant var kjörinn forseti Bandaríkjanna.
- 28. október - Thomas Alva Edison sótti um fyrsta einkaleyfi sitt, vegna kosningavélar sem hann hafði fundið upp.
- Ives W. McGaffney fann upp fyrstu ryksuguna.
- Skáldsagan Fávitinn eftir Fjodor Dostojevskíj kom fyrst út.
- Fyrsti nothæfi ritsímasæstrengurinn lagður yfir Atlantshaf, milli Bretlands og Kanada.
- Magasin du Nord stofnað í Kaupmannahöfn.
- Fyrsta plasttegundin, celluloid, kemur fram á sjónarsviðið.
Fædd
- 28. mars - Maxim Gorkíj, rússneskur rithöfundur (d. 1936).
- 8. apríl - Kristján 9., Danakonungur (d. 1906).
- 18. maí - Nikulás 2., Rússakeisari (d. 1918).
- 6. júní - Robert Falcon Scott, breskur landkönnuður (d.1912).
- 14. júní - Karl Landsteiner, austurrískur líffræðingur og læknir og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1943 ).
- 18. júní - Miklós Horthy, ríkisstjóri Ungverjalands (d. 1957).
Dáin
- 11. febrúar – Léon Foucault, franskur stjörnufræðingur (f. 1819).
- 29. febrúar - Lúðvík 1., konungur Bæjaralands (f. 1819).
- 1. júní - James Buchanan, forseti Bandaríkjanna (f. 1791).
- 26. september - August Ferdinand Möbius, þýskur stærðfræðingur (f. 1790).
- 13. nóvember - Gioacchino Rossini, ítalskur tónsmiður (f. 1792).