Atlantic Airways

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Atlantic Airways
Rekstrarform Hlutafélag
Stofnað 10. nóvember 1987
Staðsetning Vogar, Færeyjum
Lykilpersónur Jóhanna á Bergi, forstjóri
Starfsemi Flugfélag
Tekjur DKK 214,4 milljónir (2009) [1]
Hagnaður f. skatta DKK 43,7 milljónir (2009) [1]
Starfsfólk 165 (2010)
Vefsíða http://www.atlantic.fo

Atlantic Airways (færeyska: Atlantsflog) er flugfélag sem var stofnað þann 10. nóvember 1987 og flaug í fyrsta sinn á milli Færeyja og Danmerkur 28. mars 1988. Forstjóri félagsins er Jóhanna á Bergi. Flugfélagið er með skrifstofur á Kastrup flugvelli og flugvellinum á Vogum.

Merki félagsins er fuglinn súla en félagið hefur einnig haft textann 2 A í færeyskum fánalitum sem merki félagsins.

Félagið var stofnað til þess að manna færeyska flugþjónustu. Félagið hefur 165 starfsmenn yfir árið, fimm flugvélar og þrjár þyrlur. Félagið er stærsti vinnustaðurinn í Vogum og telst meðal stærstu fyrirtækja Færeyja.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Flugvél af Avro gerð á Vágaflugvelli

Reglulegar flugferðir til Færeyja hafa verið síðan 1963, frá eyjunum og til Danmerkur. Þrátt fyrir að flugvöllurinn á Vágum hefði verið byggður af breska hernum í seinni heimstyrjöldinni var flugumferð til eyjanna svo gott sem engin á frá brotthvarfi Bretanna og til upphafs flugþjónustu til Kastrup, Kaupmannahöfn. Á níunda áratugnum komu upp fyrstu hugmyndir um stofnun færeysks flugfélags. Farþegatölur voru stöðugt á uppleið og Maersk Air var eina flugfélagið sem flaug til eyjanna.

Fyrir vikið var Atlantic Airways stofnað árið 1987, upprunalega á milli færeyska ríkisins (51%) og Danska flugfélagsins Cimber Air (49%), þótt færeyska ríkið tæki yfir félagið árið 1989. Flug á milli Vogar og Kastrup hófst þann 28. mars 1988 með flugvél British Areospace BAe 146. Flugskýli var byggt í Vágum af færeysku stjórninni til þess að tryggja að flugvöllurinn héldist sem miðstöð flugs félagsins og að viðgerðarþjónusta væri til staðar á eyjunum.

Tilgangur flugfélagsins var að byggja upp færeyska flugþjónustu í atvinnuskyni og tryggja að Færeyjar hefðu loftbrú við umheiminn. Áhöfn og stjórn félagsins var færeysk.

Þrátt fyrir að flugfélagið flytti marga farþega og að þjónusta félagsins væri vinsæl var efnahagur félagsins í upphafi mjög erfiður. Færeyjar lentu í kreppu í byrjun tíunda áratugarins og færeyska ríkið sem eigandi þess borgaði því 75 milljónir danskra króna til aðstoðar. Flugfélagið varð ekki arðsamt fyrr en árið 1995.

Félagið byrjaði flug til Reykjavíkur á Íslandi og Narsarsuaq á Grænlandi árið 1995 í samstarfi við Flugfélag Íslands. Á seinni hluta tíunda áratugsins var Billund í Danmörku og Arberdeen í Bretlandi bætt við sem áfangastöðum félagsins.

Með auknum fjölda áfangastaða og farþega, ásamt stöðuleika í fjármálum fyrirtækisins var annarri BAe 146 flugvél bætt við flotann árið 2000. Þessi nýja flugvél bætti við London Stansted flugvelli í Bretlandi og Osló í Noregi við áfangastaði félagsins. Samfara auknum ferðalögum til eyjanna hafa áfangastaðirnir Álaborg, Stavanger, Stord og Edinborg bæst við. Flugfélagið bætti við þriðju flugvél félagsins þann 15. júní 2004 og sama ár fékk flugfélagið verðalunin Ársins átak frá stéttarfélagi Færeyja fyrir flug til Stord. Hins vegar, fyrir árið 2006 hefur flugi til Stord verið hætt og í stað Edinborgar er flogið til Hjaltlandseyja. Félagið hóf innanlandsflug innan Bretlands árið 2006 og varð eina flugfélagið sem bauð beint flug á milli Hjaltlands og London, en flogið var tvisvar í viku. Innanlandsflugi í Bretlandi lauk árið 2008.

Þyrla af gerðinni Bell 412EP í eigu Atlantic Airways

Félagið rekur einnig þyrluþjónustu innan færeyja, sem er í sumum tilfellum nauðsynleg tenging við margar eyjanna sem ekki er hægt að fara til á sjó. Þyrlan hefur verið mikilvæg á eyjunum síðan 1960 þegar að þyrlur frá Dönsku landhelgisgæslunni sem sáu um loftrýmisgæslu, meðal annars tóku að sér að ferja tæki og birgðir á milli eyjanna. Ríkistjórnin keypti þyrlu vegna þessa árið 1978 en árið 1980 var opinber þjónusta í atvinnuskyni sett á laggirnar, með tveimur Bell þyrlum.

Í upphafi var þyrluþjónustan sér fyrirtæki, SL Helicopters, en með ákvörðunnini að hafa flugþjónustu færeyja í einu fyrirtæki varð það hluti af Atlantic Airways árið 1994. Þyrlurnar fljúga í hring á milli eyjanna og farþegar geta farið úr á hvaða ey sem þeim lystir. Fyrirtækinu er skylt að hafa að lámarki eina þyrlu, í lagi og tilbúna til að taka þátt í björgunarstarfi.

Á árunum 2006-2011 hefur flugfélagið skilað hagnaði á milli 8 og 13 milljón danskra króna. Eignir félagsins hafa aukist frá 120 milljónum árið 1998 í 520 milljónir danskra króna árið 2006. Félagið var með 177 manns í vinnu í janúar 2007.

Flugfélagið hefur verið skráð í Íslensku kauphöllinni síðan 10. desember 2007. Í kjölfarið ákvað færeyska ríkið að einkavæða fyrirtækið og seldi 33% af hlutafé sínu í félaginu. Árið 2008 var áætlað að selja 33% eignarhlut ríkisins en hætt var við þau áform vegna fjármagnskreppunar.[2][3][4]

Fyrsta Airbus A319 Atlantic Airways þotan, undir skráningarmerkinu OY-RCG, var tekin í notkun í mars 2012, með breyttum merkingum. Flugbrautin á Vágum var lengd til að hægt væri að nota þotuna. Önnur og þriðja Airbus 310 þoturnar (OY-RCH and OY-RCI) voru teknar í notkun í maí og október 2013. Þegar að leigutímabili þeirra lauk 2016 var annar samningurinn endurnýjaður á meðan ný Airbus A320 þota var afhent.

3. júní 2015 varð Jóhanna á Bergi forstjóri fyrirtækisins.[5] Hún er fyrsti kvenkyns forstjóri norræns flugfélags.[6]

Í desember 2018 sótti flugfélagið um leyfi fyrir flugferðir til Bandaríkjanna.[7]

13. mars 2020 tilkynnti Atlantic Airways að allar leiðir til 13. apríl 2020 yrðu felldar niður, að undanskilinni leiðinni til Kaupmannahafnar, vegna COVID-19 faraldursins.[8]

Áfangastaðir[breyta | breyta frumkóða]

Frá mars 2024 flýgur Atlantic Airways til eftirfarandi áfangastaða:[9]

Land Borg Flugvöllur Athugasemdir
Fáni Danmerkur Danmörk Álaborg Álaborgarflugvöllur Árstíðarbundið
Árósar Aarhus flugvöllur Hætt
Billund Billund flugvöllur
Kaupmannahöfn Kaupmannahafnarflugvöllur
Fáni Færeyja Færeyjar Vogar Vogaflugvöllur
Fáni Frakklands Frakkland París Charles de Gaulle flugvöllur Árstíðarbundið
Fáni Grænlands Grænland Narsarsuaq Narsarsuaq flugvöllur Hætt
Fáni Íslands Ísland Reykjavík Keflavíkurflugvöllur
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Hætt
Fáni Ítalíu Ítalía Mílanó Malpensa flugvöllur Hætt
Róm Leonardo da Vinci–Fiumicino flugvöllur Hætt
Fáni Noregs Noregur Bergen Bergen flugvöllur, Flesland Hætt
Osló Osló flugvöllur, Gardermoen
Stavanger Stavanger flugvöllur, Sola Hætt
Þrándheimur Trondheim flugvöllur, Værnes Hætt
Fáni Portúgals Portúgal Lissabon Lissabon flugvöllur Hætt
Fáni Spánar Spánn Barcelona Barcelona flugvöllur Árstíðabundið
Gran Canaria Gran Canaria flugvöllur Árstíðabundið
Mallorca Palma de Mallorca flugvöllur Árstíðabundið
Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Stokkhólmur Stockholm-Arlanda flugvöllur Hætt
Fáni Bretlands Bretland Aberdeen Aberdeen flugvöllur Hætt
Edinburgh Edinburgh flugvöllur Árstíðarbundið
London Gatwick flugvöllur
London Stansted flugvöllur Hætt
Sumburgh Sumburgh flugvöllur Hætt
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin New York Stewart-flugvöllur Árstíðabundið

Leiguflug[breyta | breyta frumkóða]

Atlantic Airways flýgur einnig fyrir Flugfélag Íslands á milli Reykjavíkur og Narsuaq á Grænlandi. Þessar ferðir eru farnar með Avro RJ85 flugvél eða BAe 146-200. Flugfélagið flýgur í leiguflugi fyrir danskar ferðaskrifstofur, meðal annars til Ítalíu, Króatíu, Frakklands, Skotlands, Noregs og Tékklands frá Kastrupflugvelli og Billund flugvelli.

Innanlands flug[breyta | breyta frumkóða]

Flugfélagið rekur þyrluþjónustu[10] til færeysku eyjanna. Þyrlan fer frá Vogaflugvelli á sunnudögum, mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Flogið er til Þórshafnar, Klakksvíkur, Stóra Dímun, Froðba, Koltur, Skúfeyjar, Hattarvíkur, Kirkja, Mykiness og Svíneyjar.

Flugfloti[breyta | breyta frumkóða]

Flugvél Fjöldi Einkennisnúmer
Airbus A319-100 1 (2016) [11]
Airbus A320-200 1 (2016) [11]
Airbus A320neo 2 (2016) [12]
AW 139 2 OY-HSN

Slys og óhöpp[breyta | breyta frumkóða]

 • Árið 1989 rann BAe 146-200A flugvél (einkennisnúmer OY-CRG) af flugbrautinni á Vogaflugvelli. Flugvélin var ónothæf í þrjár vikur.
 • Klukkan 7:35 að norskum staðartíma þann 10. október 2006 rann BAe 146-200A flugvél (einkennisnúmer OY-CRG) af flugbrautinni á Stordflugvelli í Noregi. Af tólf farþegum og fjögurra manna áhöfn fórust fjórir og tólf særðust. Flugvélin var í leiguflugi Aker Kværner frá Stavanger til Molde, um Stord flugvöll.[13][14][15]
 • Þann 24. mars 2008 missti BAe 146 flugvél nefhjól í brottför frá Kastrupflugvelli. Flugvélin lenti í Færeyjum án erfiðleika.[16]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. 1,0 1,1 Atlantic Airways Fact sheet
 2. Announcement start of sales Geymt 8 mars 2008 í Wayback Machine, issued November 14th. 2007
 3. 33% of Atlantic Airways sold Geymt 8 mars 2008 í Wayback Machine, stock exchange announcement issued November 28th. 2007
 4. „Atlantic Airways investor relations website“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. desember 2007. Sótt 5. apríl 2011.
 5. „Jóhanna á Bergi nýggjur stjóri í Atlantic Airways | Kringvarp Føroya“. Kvf.fo (færeyska). 7. mars 2014.
 6. Baumgarten, Henrik. „Kvinde i spidsen for Atlantic Airways | Stand By - Morgennyheder til rejse-, hotel- og turistbranchen“. Standby.dk. Sótt 17. september 2016.
 7. Nick Wenzel (15. desember 2018). „Atlantic Airways applies for Faroe-US flights = International Flight Network“.
 8. Flogferðslan munandi skerd. Kringvarp Føroya. Sótt 15. mars 2020.
 9. „Routes“. Atlantic Airways. Sótt 22. mars 2024.
 10. „www.atlantic.fo: domestic helicopter service schedule“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. ágúst 2008. Sótt 5. apríl 2011.
 11. 11,0 11,1 „Faroe Islands' Atlantic Airways adds maiden A320“. ch-aviation. 20. desember 2016. Sótt 25. desember 2016.
 12. https://www.flightglobal.com/news/articles/picture-faroe-islands-carrier-takes-first-a320neo-459628/
 13. Norway runway blaze kills three, BBC News, October 10, 2006.
 14. Accident description of OY-CRG, Aviation Safety Network Database, October 10, 2006.
 15. Preliminary accident report in norwegian Geymt 20 mars 2009 í Wayback Machine, issued October 25th. 2007
 16. Tíðindagrein (Danska), politiken.dk