Johannes Erhardt Böggild
Útlit
Johannes Erhardt Böggild (28. mars 1878 – 23. nóvember 1929) var fyrsti sendiherra Dana hér á landi. Faðir hans var Börge Thorlacius Böggild, bankastjóri, sem kominn var af íslenskum ættum í móðurkyn.
Þegar Sambandslögin voru gengin í gildi og Danir áttu að skipa sendiherra hér, varð Böggild fyrir valinu. Hann var þá aðalkonsúll þeirra í London. Böggild kom hingað í ágúst 1919 og tók þá við embætti sínu. Var hann svo hér í rúm fjögur ár, en þá var hann gerður að sendiherra í Kanada og fluttist þangað 1924.
Hann fékk Stórriddarakross Fálkaorðunnar árið 1921.