20. janúar
Útlit
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
20. janúar er 20. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 345 dagar (346 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 330 f.Kr. - Alexander mikli sigraði her Persaveldis undir stjórn landstjórans Ariobarzaness við Persahlið. Ariobarzanes hafði varist 17.000 grískum hermönnum með 700 ódauðlegum persneskum hermönnum í 30 daga.
- 649 - Kindasvind konungur Vísigota á Spáni gerði Rekkesvind son sinn að meðkonungi.
- 1045 - Giovanni dei Crescenzi–Ottaviani varð Silvester 3. páfi.
- 1265 - Fyrsta enska þingið sem kosið var til (De Montfort-þingið) kom saman í Westminsterhöll.
- 1327 - Játvarður 2. Englandskonungur var neyddur til að segja af sér og settur í dýflissu.
- 1343 - Jóhanna 1. varð drottning Napólí þegar Róbert afi hennar dó.
- 1479 - Ferdinand varð konungur Aragón.
- 1513 - Kristján 2. varð konungur Danmerkur og Noregs eftir lát Hans.
- 1523 - Kristján 2. rekinn frá völdum í Danmörku og frændi hans, Friðrik 2., tók við kórónunni.
- 1607 - Flóð í Bristolflóai olli 2000 dauðsföllum í Englandi.
- 1612 - Uppreisn hófst gegn pólskum hersveitum í Moskvu.
- 1613 - Friðarsamningar í Knäred á Hallandi bundu endi á Kalmarófriðinn.
- 1667 - Stríðinu um Úkraínu lauk með Andrusovo-friðarsamningnum þar sem Pólland lét frá sér Kíev, Smolensk og austurhluta Úkraínu til Rússlands.
- 1840 - Dumont D'Urville fann Adélie-land á Suðurheimsskautinu.
- 1885 - L.A. Thompson fékk einkaleyfi á rússíbananum.
- 1921 - Fyrsta stjórnarskrá Tyrklands samþykkt.
- 1937 - Franklin D. Roosevelt tók við embætti í annað sinn.
- 1942 - Wannsee-ráðstefnan um „endanlega lausn gyðingavandamálsins“ fór fram í Berlín.
- 1944 - Seinni heimsstyrjöld: Flugsveit breska hersins sleppti 2.300 tonnum af sprengjum yfir Berlin.
- 1956 - Vilhjálmur Einarsson var kosinn íþróttamaður ársins á Íslandi af íþróttafréttamönnum. Þetta var í fyrsta sinn sem kosið var og hlaut Vilhjálmur titilinn sex sinnum í röð.
- 1961 - John F. Kennedy var settur í embætti 35. forseta Bandaríkjanna.
- 1964 - Meet the Beatles, önnur breiðskífa Bítlanna sem kom út í Bandaríkjunum, kom út.
- 1969 - Fyrsta tifstjarnan var uppgötvuð, sú var í Krabba-stjörnuþokunni.
- 1970 - Stór-Lundúnaráðið tilkynnti að ráðist yrði í smíði flóðvarnargarðsins Thames Barrier, en vinna við hann hófst 1974.
- 1976 - Borgarastyrjöldin í Líbanon: Hundruð kristinna Líbana voru myrt af meðlimum PLO í Damour-blóðbaðinu.
- 1977 - Jimmy Carter tók við embætti forseta Bandaríkjanna.
- 1980 - Jimmy Carter tilkynnti að Bandaríkin myndu sniðganga ólympíuleikana í Moskvu.
- 1981 - Ronald W. Reagan tók við embætti sem forseti Bandaríkjanna.
- 1981 - Íranir slepptu 52 bandarískum gíslum sem verið höfðu í haldi í 14 mánuði.
- 1984 - Norski stjórnmálamaðurinn Arne Treholt var handtekinn vegna gruns um njósnir fyrir Sovétríkin.
- 1986 - Bretar og Frakkar tilkynntu áætlanir um jarðgöng undir Ermarsund.
- 1987 - Sendimanni erkibiskupsins af Kantaraborg, Terry Waite, var rænt í Líbanon.
- 1989 - George H. W. Bush tók við embætti sem 41. forseti Bandaríkjanna.
- 1990 - Yfir 130 mótmælendur voru drepnir af Rauða hernum í Bakú í Aserbaídsjan.
- 1990 - Herforingjastjórn Prosper Avril á Haítí lýsti yfir neyðarástandi og afnam borgararéttindi.
- 1991 - Skíðaskálinn í Hveradölum brann og var endurreistur ári síðar.
- 1993 - Bill Clinton tók við embætti sem 42. forseti Bandaríkjanna.
- 1996 - Yasser Arafat var kosinn forseti Palestínu.
- 2001 - George W. Bush tók við embætti sem 43. forseti Bandaríkjanna.
- 2007 - Fyrsti hópur gangandi manna náði á „óaðgengipólinn“ á Suðurheimskautinu.
- 2008 - Francis Joyon setti heimsmet í því að sigla einsamall á seglbát umhverfis jörðina eftir 57 daga siglingu og bætti fyrra met um fjórtán daga.
- 2009 - Barack Obama tók við embætti sem 44. forseti Bandaríkjanna.
- 2009 - Hörð mótmæli áttu sér stað við Alþingishúsið við upphaf fyrsta þingfundar ársins. Um kvöldið var hlaðinn bálköstur á Austurvelli og Óslóartréð brennt meðal annars. Þetta var fyrsti dagur búsáhaldabyltingarinnar.
- 2012 - 185 létust í röð sprengjuárása í Kano í Nígeríu.
- 2017 - Donald Trump tók við embætti sem 45. forseti Bandaríkjanna.
- 2018 - Bandaríkjastjórn hóf stjórnarverkfall vegna deilna um innflytjendalöggjöf.
- 2020 – Kórónaveirufaraldurinn 2019–2021: Yfirvöld í Kína staðfestu smit SARS-CoV-2 milli manna.
- 2021 - Joe Biden tók við embætti sem 46. forseti Bandaríkjanna.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1554 - Sebastían 1. Portúgalskonungur (d. 1578).
- 1573 - Simon Marius, þýskur stjörnufræðingur (d. 1624).
- 1636 - Maximilian 1. fursti af Hohenzollern-Sigmaringen (d. 1689).
- 1716 - Karl 3. Spánarkonungur (d. 1788).
- 1775 - André-Marie Ampère, franskur eðlisfræðingur (d. 1836).
- 1826 - Benedikt Sveinsson, stjórnmálamaður.
- 1873 - Johannes V. Jensen, danskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1950).
- 1901 - Anna frá Moldnúpi, íslenskur rithöfundur (d. 1979).
- 1920 - Federico Fellini, ítalskur kvikmyndaleikstjóri (d. 1993).
- 1926 - David Tudor, bandarískur píanóleikari og tónsmíðandi (d. 1996).
- 1930 - Buzz Aldrin, bandarískur geimfari.
- 1942 - Jón Hjartarson, íslenskur leikari.
- 1946 - David Lynch, bandarískur leikstjóri.
- 1947 - Þórhallur Sigurðsson (Laddi), skemmtikraftur.
- 1949 - Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar.
- 1951 - Ian Hill, breskur tónlistarmaður (Judas Priest).
- 1952 - Paul Stanley, bandarískur tónlistarmaður (KISS).
- 1953 - Jeffrey Epstein, bandarískur fjárfestir og kynferðisbrotamaður (d. 2019).
- 1960 - Michael Hutchence, ástralskur söngvari (INXS) (d.1997).
- 1965 - Greg Kriesel, bandarískur bassaleikari (The Offspring).
- 1971 - Derrick Green, bandarískur söngvari (Sepultura).
- 1977 - Rúnar Rúnarsson, íslenskur kvikmyndaleikstjóri.
- 1977 - Ilian Stoyanov, búlgarskur knattspyrnumaður.
- 1979 - Rob Bourdon, bandarískur tónlistarmaður (Linkin Park).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1156 - Hinrik biskup, síðar verndardýrlingur Finnlands.
- 1606 - Alessandro Valignano, jesúítamunkur og trúboði (f. 1539).
- 1612 - Rúdolf 2. keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1552).
- 1639 - Mústafa 1. Tyrkjasoldán (f. 1592).
- 1745 - Karl 7. keisari (f. 1697).
- 1778 - Jón Ólafsson, varalögmaður (f. 1729).
- 1841 - Jörundur hundadagakonungur í Hobart í Tasmaníu (f. 1780).
- 1848 - Kristján 8. Danakonungur (f. 1786).
- 1850 - Adam Gottlob Oehlenschläger, danskt skáld (f. 1779).
- 1907 - Dmitri Mendelejev, rússneskur efnafræðingur (f. 1834).
- 1936 - Georg 5., Bretlandskonungur (f. 1865).
- 1943 - Akira Matsunaga, japanskur knattspyrnumaður (f. 1914).
- 1993 - Audrey Hepburn, bresk leikkona (f. 1929).
- 1994 - Matt Busby, skoskur knattspyrnustjóri (f. 1909).
- 2014 - Claudio Abbado, ítalskur hljómsveitarstjóri (f. 1933).
- 2015 - Edgar Froese, þýskur tónlistarmaður, stofnandi hljómsveitarinnar Tangerine Dream. (f. 1944).
- 2018 - Paul Bocuse, franskur kokkur (f. 1926).