Fara í innihald

John F. Kennedy

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
John F. Kennedy
John F. Kennedy þann 11. júlí árið 1963.
Forseti Bandaríkjanna
Í embætti
20. janúar 1961 – 22. nóvember 1963
VaraforsetiLyndon B. Johnson
ForveriDwight D. Eisenhower
EftirmaðurLyndon B. Johnson
Öldungadeildarþingmaður fyrir Massachusetts
Í embætti
1. desember 1953 – 22. desember 1960
ForveriHenry Cabot Lodge Jr.
EftirmaðurBenjamin A. Smith II
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir 11. kjördæmi Massachusetts
Í embætti
3. janúar 1947 – 3. janúar 1953
ForveriJames Michael Curley
EftirmaðurTip O'Neill
Persónulegar upplýsingar
Fæddur29. maí 1917
Brookline, Massachusetts, Bandaríkjunum
Látinn22. nóvember 1963 (46 ára) Dallas, Texas, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiJacqueline Bouvier
TrúarbrögðKaþólskur
BörnArabella, Caroline, John yngri og Patrick
HáskóliHarvard-háskóli
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

John Fitzgerald Kennedy (29. maí 191722. nóvember 1963) var 35. forseti Bandaríkjanna en hann gegndi því embætti frá 20. janúar 1961 þar til hann var myrtur í Dallas í Texas 22. nóvember 1963.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

John Fitzgerald Kennedy fæddist í Brookline í Massachusetts ríki þann 29. maí árið 1917. Hann var kaþólskur af írskum ættum og útskrifaðist með próf í stjórnmálafræði frá Harvard-háskóla árið 1940. Hann gengdi herþjónustu í seinni heimstyrjöldinni sem yfirmaður á tundurskeytabát í Kyrrahafinu og sat á Bandaríkjaþingi frá árinu 1947 til ársins 1960 er hann var kjörinn forseti. Kennedy kvæntist Jacqueline Bouvier þann 12. september árið 1953 og eignuðust þau tvö börn: Caroline Bouvier Kennedy, sem fæddist árið 1957, og John F. Kennedy yngri, sem fæddist árið 1960.

Þingmaður[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að hafa lokið herþjónustu í seinni heimsstyrjöldinni sneri hann sér að stjórnmálum. Fyrir tilstilli og stuðning föður síns, Josephs P. Kennedy eldri sem var mjög valdamikill og er talinn hafa beitt sér óeðlilega fyrir son sinn[1], náði hann kjöri fyrir demókrata til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings árið 1947. Hann sat þar til ársins 1953 þegar hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir Massachusetts. Hann gengdi þeirri stöðu uns hann var kjörinn forseti árið 1960 þegar hann sigraði frambjóðanda repúblíkana, Richard M. Nixon með litlum mun.

Forsetatíð[breyta | breyta frumkóða]

Kennedy var næstyngstur til að gegna embætti forseta, á eftir Theodore Roosevelt og yngstur til að vera kjörinn, 43 ára. Af málum sem settu mark sitt á valdatíð hans má nefna Svínaflóainnrásina, Kúbudeiluna[2] svokölluðu, þegar Sovétmenn hófu flutning kjarnorkuflauga til Kúbu, byggingu Berlínarmúrsins, geimkapphlaupið við Sovétríkin, mannréttindabaráttu Bandaríkjamanna af afrískum uppruna og upphaf Víetnamstríðsins. Kennedy þótti hófsamur í skoðunum og viljugur til friðsamlegra lausna á vandamálum sem meðal annars sýndi sig í Kúbudeilunni. Einnig hafa ýmsir haldið því fram átökin í Víetnam hefðu ekki þróast út í það mikla stríð sem varð ef Kennedy hefði náð að sitja út kjörtímabil sitt til ársins 1964[3].

Fræg eru orð sem hann mælti í innsetningarræðu sinni: „Spurðu ekki hvað land þitt getur gert fyrir þig heldur hvað þú getur gert fyrir land þitt“[4].

Morðið á Kennedy[breyta | breyta frumkóða]

Kennedy var ráðinn af dögum þann 22. nóvember 1963 í Dallas í Texasríki í Bandaríkjunum. Lee Harvey Oswald sem ákærður var fyrir morðið var myrtur tveimur dögum síðar af Jack Ruby, áður en réttað var yfir honum. Í kjölfarið fór fram mikil rannsókn á vegum FBI og Warren-nefndarinnar og úrskurðaði hún að Oswald hefði verið einn að verki. Miklar getgátur hafa þó ávalt verið um að svo hafi ekki verið og árið 1976 var sett á fót sérstök rannsóknarnefnd (e. HSCA) á vegum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka átti meðal annars morðið á Kennedy. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hefði verið að verki en líklega sem hluti af samsæri, án þess að getið væri sérstaklega um hverjir hefðu átt þar hlut að máli.[5]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hersh, Simon (1. september 1998). The Dark Side Of Camelot. Back Bay Books. Sótt 1. október 2010.
  2. Róbert F. Sigurðsson. „Um hvað snerist Kúbudeilan?“. Vísindavefurinn 16.9.2009. http://visindavefur.is/?id=51907. (Skoðað 24.7.2012).
  3. „If Kennedy Had Lived“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. september 2010. Sótt 30. september 2010.
  4. „John F. Kennedy“. Sótt 29. september 2010.
  5. „Report of the Select Committee on Assassinations of the U.S. House of Representatives“. Sótt 30. september 2010.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Dwight D. Eisenhower
Forseti Bandaríkjanna
(1961 – 1963)
Eftirmaður:
Lyndon B. Johnson


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum og Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.