Fara í innihald

Mótmælin á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar 2008

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Búsáhaldabyltingin)

Mótmælin á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar 2008, oft nefnd Búsáhaldabyltingin, hófust í kjölfarið á falli íslensku bankanna haustið 2008. Boðað var til mótmæla í sömu viku og bankarnir féllu. Í kjölfarið á þeim mótmælum var farið að skipuleggja svokallaða laugardagsfundi á Austurvelli, auk annarra funda og aðgerða á meðal almennings. Mótmælin náðu hámarki í janúar 2009 og lyktaði með því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll.

Kröfur mótmælenda voru skýrar, stjórn Seðlabankans og ríkisstjórnin áttu að víkja þar sem þær væru rúnar öllu trausti almennings.

Tveir hópar voru hvað mest áberandi við skipulagningu mótmæla, en það voru Nýjir Tímar undir forystu Kolfinnu Baldvisndóttur fjölmiðlakonu og Raddir fólksins undir forystu Harðar Torfasonar. Áherslur þessara tveggja hópa voru ólíkir þar sem Nýjir tímar vildu leggja áherslu á pólitíska þáttinn á meðan Raddir fólksins taldi að almenningur væri orðin langþreyttur á öllu ,,pólitísku kjaftæði".

Alþingishúsið. Búið er að koma fyrir skilti á svölum hússins sem á stendur "Til sölu (kr) $ 2,100.000.000" og "IMF Selt".

Fyrstu mótmælin

[breyta | breyta frumkóða]

"Á hinum pólitíska vettvangi, jafnt sem annars staðar, er mikilvægt að slíðra sverðin við þessar aðstæður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd, látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland" (Geir H. Haarde, 6. október 2008).

Fjórum dögum seinna eða þann 10. október eftir þessi frægu ummæli Geirs H. Haarde, var boðað til fyrstu mótmælanna á samskiptamiðlinum Facebook, vegna þess ástands sem skapast hefði við fall bankanna. Var fólk hvatt til að mæta á Arnarhóli til að reyna að fá Davíð Oddson seðlabankastjóra til að segja af sér.[1] Samkvæmt frétt Reuters fréttastofunnar mættu um 200 manns til mótmælanna.[1] Ekki voru allir mótmælendur sáttir við þegar einn úr þeirra hópi fór að syngja ,,Internationalinn", létu einhverjir sig hverfa í kjölfarið þar sem þeir töldu mótmælin vera orðin of ,,rauð"[1]. Skipuleggjendum var í kjölfarið ráðlagt að hafa meiri fyrirvara, sleppa ,,Njallanum" og kaupa almennilegt gjallarhorn.[1]

Fundur 2, laugardagurinn 18. október, 2008.

[breyta | breyta frumkóða]

Fundur 3, laugardagurinn 25. október, 2008.

[breyta | breyta frumkóða]

Fundur 4, laugardaginn 1. nóvember, 2008

[breyta | breyta frumkóða]
  • Á annað þúsund manns mótmæltu[4]

Fundur 5, laugardaginn 8. nóvember, 2008

[breyta | breyta frumkóða]
  • Á fjórða þúsund mótmælti. [6]

Þetta voru fjölmennustu mótmælin til þessa en samkvæmt lögreglu voru á fjórða þúsund manns mætt á Austurvöll þar sem mótmælin höfðu verið boðuð. [7] Skömmu eftir að mótmælin hófust klifraði mótmælandi upp á þak Alþingishússins og dró Bónusfána að húni á fánastöng hússins. Lögreglumenn fóru á bakvið húsið til aðgæta með manninn og safnaðist nokkur fjöldi mótmælanda þar í kjölfarið. Þegar fánamaðurinn kom niður reyndi lögregla að handtaka hann en mótmælendur komu í veg fyrir að hann yrði handtekinn og hann slapp. Færðust þá mótmælin aftur á Austurvöll þar sem mótmælendur grýttu Alþingishúsið með skyri og eggjum. Talsverður hiti var í fólki og átti lögreglan á köflum í mesta basli með að halda aftur af mótmælendum. [7][8]

Frásagnir eru mismunandi af ástandinu þennan dag. Daníel Sigurbjörnsson segir í viðtali í Morgunblaðinu 10. nóvember:

„Ástandið var mun alvarlegra í portinu en fjölmiðlar hafa sagt frá. Lögreglumenn voru þar í hættu; þeir kallaðir öllum illum nöfnum og margsinnis hótað lífláti"... „Ég fór inn í portið þegar maðurinn birtist uppi á þaki með Bónusfánann. Þegar einn lögreglumaðurinn ætlaði upp stigann gerði maður í portinu sig líklegan til að kippa honum aftur niður og það hefði valdið stórslysi. Mér tókst einhvern veginn að hindra manninn og var kallaður öllum illum nöfnum fyrir vikið og grýttur með eggjum, jógúrt og tómötum. Ástandið var mun alvarlegra en menn gera sér grein fyrir. Mér fannst öryggi mínu ógnað þrátt fyrir að hafa aðeins ætlað að taka þarna nokkrar myndir fyrir sjálfan mig.“[9]

Ingvar Á. Þórisson kvikmyndagerðamaður segir í Morgunblaðinu sama dag:

„Sá sem strengdi upp Bónus-fánann uppskar mikið lof fyrir og í kjölfarið safnaðist fólk saman inni í portinu þar sem stiginn var. Þar voru aðeins þrír lögreglumenn. Maður heyrði seinna meir að það voru einhverjir tuddar þarna tilbúnir í slagsmál við lögregluna en ég held nú að það hafi verið lítil hætta á því að þau yrðu. Ég tel að það sé langt í að hér sjóði eitthvað upp úr,“ segir Ingvar. Hann telur lögregluna hafa brugðist vel við mótmælunum. „Ég var þarna fremst og fannst lögreglan bregðast hárrétt við. Þeir voru ekki með neinar brynsveitir og létu ekki æsa sig upp í neitt.“[9]

Fundur 6, laugardagurinn 15. nóvember, 2008.

[breyta | breyta frumkóða]
  • Ræðumenn:
  • "Mikill hiti var í fundarmönnum og ljóst að fólk krefst aðgerða. Þúsundir manna öskruðu já háum rómi þegar Hörður Torfason, tónlistarmaður og skipuleggjandi mótmælanna, spurði fólk hvort það vildi stjórn Seðlabankans burt. Sömu sögu var að segja þegar hann spurði hvort fólk vildi stjórn Fjármálaeftirlitsins, spillingaröflin og ríkisstjórnina burt. Þúsundraddað já kvað við. Rétt eins og fólk krafðist kosninga í vor með háværu já-svari". [12] [13] [14]

Fundur 7, laugardagurinn 22. nóvember, 2008.

[breyta | breyta frumkóða]
  • Ræðumenn:
  • "Katrín sagði meðal annars ríkisstjórnina hafa brotið mannréttindi Íslendinga þegar skrifað var undir lánabeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá væri það ekki ákvörðun þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde hvort gengið yrði til kosninga, eins og þau hafa sagt ekki tímabært. Hún lauk máli sínu með hrópunum "Góðir Íslendingar, við látum ekki kúga okkur" og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra." [17]
  • Eftir að á bilinu 9-11.000 manns mótmæltu ríkisstjórninni friðsamlega á Austurvelli, mótmælti nokkur hundruð manna hópur því fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu, að mótmælandi hafði verið tekinn fastur kvöldið áður. Mótmælin fóru úr böndunum, mótmælendur reyndu að ryðja sér leið inn í lögreglustöðina en voru stöðvaðir með piparúða. Fimm þurftu að leita sér aðhlynningar á slysavarðstofu og erlendis var fjallað um atburðinn eins og óeirðir.
  • Upptaka Rúv af fundinum. [18]

Fundur 8, laugardagurinn 29. nóvember, 2008.

[breyta | breyta frumkóða]

Fundur 9, laugardagurinn 6. desember, 2008.

[breyta | breyta frumkóða]
  • Ræðumenn:
    • Gerður Kristný, rithöfundur
    • Jón Hreiðar Erlendsson, fyrrum vörubílstjóri
    • Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum.
  • "Um 1.500 manns sóttu mótmælafund vegna efnahagsástandsins á Austurvelli í gær. Skipuleggjandi boðar til aðgerða með klukkustundar fyrirvara í vikunni. MÓTMÆLI Það er ekki nóg að halda mótmælafundi einu sinni í viku. Nú taka við skyndiaðgerðir." [23] Stöð 2 Kvöldfréttir.[24]

Fundur 10, laugardagurinn 13. desember, 2008.

[breyta | breyta frumkóða]
  • Þögul mótmæli.

Fundur 11, laugardagurinn 20. desember, 2008.

[breyta | breyta frumkóða]
  • Þögul mótmæli.

Fundur 12, laugardagurinn 27. desember, 2008.

[breyta | breyta frumkóða]

Fundur 13, laugardagurinn 3. janúar, 2009.

[breyta | breyta frumkóða]

Fundur 14, laugardagurinn 10. janúar, 2009.

[breyta | breyta frumkóða]

Fundur 15, laugardagurinn 17. janúar, 2009.

[breyta | breyta frumkóða]

Mótmæli við Alþingishús, þriðjudaginn 20. janúar, 2009.

[breyta | breyta frumkóða]
  • Þjóðin var í Alþingisgarðinum.[34] Lögreglan beitti kylfum á mótmælendur.[35]

Mótmæli við Stjórnarráðið, miðvikudaginn 21. janúar, 2009.

[breyta | breyta frumkóða]
  • Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið -mbl Sjónvarp. [36] Ráðist að bíl forsætisráðherra - BBC. [37]

Mótmæli við Alþingishús, miðvikudaginn 21. janúar, 2009.

[breyta | breyta frumkóða]
  • Mótmæli fram á nótt. Allt lauslegt brennt.- mbl Sjónvarp[38]

Mótmæli við Alþingishús, fimmtudaginn 22. janúar, 2009.

[breyta | breyta frumkóða]
  • Mótmæli í miðborginni - Bylgjan Fréttir 12.[39] Táragasi beitt á Austurvelli - mbl.[40]
  • "Þrátt fyrir meiðsl á fólki, beinbrotna mótmælendur eftir barsmíðar lögreglu, þrátt fyrir að táragasi hafi verið beitt til að sundra mótmælendum og lögreglumaður dvalið á sjúkrahúsi í skammtímalegu eftir miðvikudaginn létu mótmælendur ekki bilbug á sér finna og mættu aftur í gær, fimmtudaginn 22. janúar, til aðgerða á Austurvelli. Lögreglan virðist spila good cop-bad cop að hætti bíómynda: nú var Geir Jón á svæðinu og fór þá allt friðsamlega fram. Grímuklæddir og grímulausir höfðu hátt saman, í ró og spekt. Mótmælendur færðu lögreglumönnum blóm og heitt kakó. Einn og einn var tekinn af lögreglu, en það var að mestu gert ofstopalaust. - Nei.[41]

Fundur 16, laugardagurinn 24. janúar, 2009.

[breyta | breyta frumkóða]

Stjórnarslit, mánudaginn 26. janúar, 2009

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir tíð mótmæli í kjölfarið á hruni íslensku bankanna haustið 2009, þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin segði af sér, var farið að hitna verulega undir stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja og vantraust var í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og gjarnan heyrðist slagorðið ,,vanhæf ríkisstjórn".

Þann 22. janúar 2009, hélt Samfylkingarfélag Reykjavíkur fjölmennan félagsfund í Þjóðleikhúskjallaranum, þar sem ályktun þess efnis var samþykkt að skora á þingflokk Samfylkingarinnar að slíta stjórnarsamstarfinu þegar í stað.[43]

Farið var að gæta mikillar óánægju innan stjórnarflokkanna og var ein helsta ástæða þess, sú krafa formanns Samfylkingarinnar að hún tæki við forsætisráðuneytinu.[44]

Þann 25. janúar, tilkynnti þáverandi viðskiptaráðherra Björgvin G. Sigurðsson um afsögn sína, einnig var tilkynnt að þáverandi forstjóri fjármálaeftirlitsins Jónas Fr. Jónsson og stjórn þess myndu segja af sér. Með þessu kvaðst Björgvin vera að axla pólitíska ábyrgð sem viðskiptaráðherra á bankahruninu.[45]

Þann 26. janúar 2009, funduðu þáverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þáverandi utanríkisráðherra í Alþingishúsinu. Á þeim fundi var ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna. Af fundi loknu gekk Geir H. Haarde á fund forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, á Bessastöðum og baðst lausnar fyrir hönd ráðuneytis síns og ríkisstjórnarinnar.[46]

Fundur 17, laugardagurinn 31. janúar, 2009

[breyta | breyta frumkóða]
  • Ræðumenn:
    • Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur
    • Katrín Snæhólm Baldursdóttir, listakona
    • Viðar Þorsteinsson, heimsspekingur

Hverjir voru líklegastir að mæta á mótmælin

[breyta | breyta frumkóða]

Samkvæmt rannsókn sem var gerð á 609 manns á höfuðborgasvæðinu sýndu niðurstöður að 25% eða fjórðungur Íslendinga tók þátt í mótmælum á Austuvelli í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 á einhverjum tímapunkti. Mótmælin urðu vettvangur landsmanna til þess að afla sér upplýsinga um hrunið, efnahagsleg óvissa var áberandi og vildu landsmenn frekari skýringar á málinu[47].

Niðurstöður sýndu fram á að landsmenn sem voru óánægðir með lýðræðið og töldu vera spillingu í stjórnmálum, sérstaklega vinstri sinnaðir, voru mun líklegri til þess að mæta og taka þátt í mótmælunum[48].

Ef farið er nánar yfir niðurstöður kemur í ljós að þeir sem að höfðu neikvæðar væntingar um framtíðarstöðu sína og lífskjör voru 15 sinnum líklegri til að sækja mótmælin reglulega miðað við samanburð á hámarks- og lágmarksgildum á mælingunni, burtséð frá þvi hver þáverandi lífskjör þeirra voru. Þeir landsmenn sem skilgreindu sig lengst til vinstri voru 50 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað á mótmælin en þeir sem skilgreindu sig lengst til hægri. Vantraust á stjórnmálakerfið hafði einnig áhrif, þeir sem báru lítið traust til stjórnmálakerfisins samanborið við þá sem báru mikið traust til þess voru 6 sinnum líklegri til þess að mæta á mótmælin. Landsmenn sem töldu að það væru ójöfn tækifæri í landinu vegna spillingar í samfélginu voru með yfirburðum líklegri til þess að taka ítrekað þátt í mótmælunum á Austurvelli. Ef skoðað er hámarks- og lágmarksgildi í mælingunni eru þeir sem að mælast hæstir 150 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað en þeir sem mælast lægstir[48].

Aðrar mótmælaaðgerðir

[breyta | breyta frumkóða]

Mótmæli vörubílstjóra 7. apríl 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Vörubílstjórar héldu uppi mótmælum víða um borgina með því að tefja umferð og þurfti lögregla nokkrum sinnum að grípa inn í þegar umferðarteppur voru orðnar miklar [49]. Sturla Jónsson, talsmaður atvinnubílstjóra, sagði að þeir myndu ekki láta af mótmælum [50].

Mótmæli vörubílstjóra 8. apríl 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Vörubílstjórar héldu uppi mótmælum með svipuðum hætti og deginum á undan. Nokkur töf varð á almennri umferð [49].

Mótmæli vörubílstjóra 22. apríl 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Vörubílstjórar héldu uppi mótmælum með svipuðum hætti og áður, þeir óku hægt um borgina og vöktu þannig athygli á sér [49].

Mótmæli vörubílstjóra við Olís, Suðurlandsvegi, 23. apríl 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Þennan dag náðu mótmæli vörubílstjóra hámarki þegar um 30 vörubílar var komið fyrir á Suðurlandsvegi gegnt Olís og öll umferð stöðvuð til og frá Reykjavík. Mikill fjöldi manns streymdi að Suðurlandsvegi til þess að fylgjast með gangi mála. Lögregla tók sér stöðu gegn mótmælendum og gaf fyrirmæli um að færa þyrfti vörubílana. Einhver hluti bílstjóranna fóru eftir þeim fyrirmælum en aðrir neituðu. Að sögn lögreglu þá höfðu þeir það á tilfinningunni að mótmælendur teldu þá ekki myndu beita neinu valdi gegn mótmælendum[1]. Þeir vörubílstjórar sem neituð að verða við fyrirmælum lögreglu voru beittir varnarúða, en það er vægasta valdbeitingartæki sem lögreglan býr yfir. Ekki eru menn á eitt sáttir um hvor aðilinn hafi átt upptök af átökunum, hvort það hafi verið lögreglan eða mótmælendur[1].

Grjóti, eggjum og öðrum matvælum var grýtt í lögreglu en þar voru helst ungmenni sem stóðu að því og höfðu fengið úr Olís. Lögregla fór fram á að afgreiðslu yrði hætt og í kjölfarið var hætt að grýta lögreglu. Fréttamaðurinn Lára Ómarsdóttir á stöð 2 heyrðist segja í beinni útsendingu: ,,ég get kannski fengið einhvern til að kasta eggi rétt á meðan við erum live.” Hlaut hún mikla gagnrýni fyrir að hvetja til slíks ofbeldis gagnvart lögreglu og í kjölfarið sagði hún upp starfi sínu á fjölmiðlinum. Var 21 maður handtekinn í aðgerðum lögreglu og fjöldi vörubíla  dreginn í burtu[1].  

Mótmæli við Kringlumýrabraut/Miklubraut 25. apríl 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Fólk hafði komið saman á umferðareyju með mótmælaborða. Mótmælendur hófu að hindra gangandi umferð um Miklubraut. Lögreglan mætti á staðinn og á endanum fóru mótmælendur af staðnum [49].

Mótmæli/Tónleikar í ljósi þeirrar stöðu sem þjóðin væri í vegna efnahagsástandsins 8. október 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Tónleikar voru haldnir vegna bankahrunsins og efnahagsástandinu í landinu. Um 1000-1500 manns mættu og allt gekk vel fyrir sig [49] .

Mótmæli á Arnarhóli/Seðlabankanum 10. október 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Mótmælin voru boðuð á Arnarhóli og mættu um 150-200 manns. Síðar færðu mótmælendur sig að Seðlabankanum. Allt gekk vel fyrir sig á meðan mótmælunum stóð [49] .

Smærri samkomur í október

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 8. október 2008 voru haldin lítil mótmæli á Austurvelli. Bubbi Morthens boðaði til samstöðutónleika um hádegið undir yfirskriftinni “krónan er fallin”. Um það bil 300 manns mættu á Austurvöll. Mikið var um fjölskyldu fólk með börnin sín, og margir að maula á nesti á meðan tónleikunum stóð. Hljómsveitin Stríð og Friður lék með Bubba á tónleikunum. Hann flutti meðal annars nýtt lag sem hann hafði samið kvöldið áður “Ein stór fjölskylda”. Lagið samdi hann fyrir þennan samstöðufund, en það var frumflutt á Rás 2 um morguninn og svo stuttu síðar á Bylgjunni, en það má segja að lagið sé einskonar bjartsýnisóð til þjóðarinnar.

Þann 17. október 2008 hélt Karl Ágúst Úlfsson samstöðufund á Ingólfstorgi. Þetta voru ekki mótmæli, heldur vildi hann sýna að þegar hver og einn leggur fram það sem hann hefur fram að færa þá ná allir að spila saman. Honum fannst þjóðin þurfa mest á því að halda á þessum erfiðu tímum, að finna að við eigum öll hagsmuna að gæta og að allir þyrftu að leggjast á eitt til að komast á réttan kjöl. Karl Ágúst stóð að samstöðufundinum ásamt fyrirtækinu Practical.

Mótmæli/Mótmælaganga frá Hlemmi yfir á Austurvöll 1. nóvember 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Mótmælaganga frá Hlemmi yfir á Austurvöll þar sem mótmælafundur var haldinn. Þrír vörubílar fylgdu göngunn og var Sturla Jónsson einn þeirra. Allt fór vel fram og var áætlaður fjöldi 1000-1500 manns. Dúkka var hengd upp á hliðið í Austurstræti [49] .

Bónusfáninn dreginn að húni á Alþingishúsinu, 8. nóvember 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Laugardaginn 8. nóvember var Bónusfáni dreginn að hún á Alþingishúsinu við mikinn fögnuð almennings sem var þá saman kominn á Austurvelli. Þegar lögregla hugðist handsama þann sem dró fánann að hún sá almenningur sem staddur var á Austurvelli til þess að Haukur Hilmarsson, fánadrengurinn, eins og hann var kallaður næstu vikur, kæmist undan.

Áhlaup á Lögreglustöðina Hverfisgötu, 22. nóvember 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Föstudaginn 21 nóvember var Haukur handtekinn af lögreglunni fyrir að hafa klifrað upp í byggingarkrana í tengslum við mótmæli Saving Iceland á Kárahnjúkum 2005. Það var mál manna að tilgangur handtökunnar væri sá einn að taka hann "úr umferð" fyrir mótmælin um helgina.[51] Í ræðu sinni á laugardagsmótmælunum daginn eftir fordæmdi Hörður Torfason handtökuna og hvatti viðstadda til að fylkja liði upp að lögreglustöðinni á Hverfisgötu, þar sem Haukur var í haldi. Milli 500 og eitt þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöðina þar sem slagorðin "Út með Hauk! Inn með Geir!" voru hrópuð. Mannfjöldinn braut sér leið í gegn um útidyr hússins, en var hrakinn frá af lögregluliði sem beitti piparúða. Um klukkan 18:00 bárust þær fréttir að Hauk hefði verið sleppt úr haldi, og að óþekktur aðili hefði greitt fyrir hann sekt þá sem hann hafði verið handtekinn fyrir að hafa ekki greitt.[52][53]

Mótmæli á Ingólfstorgi/Háskólabíó 24. nóvember 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Á mótmælunum á Ingólfstorgi var borin upp vantrauststillaga á ríkisstjórnina og Alþingi og nokkrir fóru inn á þingpalla. Um 1000 manns voru á torginu og allt gekk vel fyrir sig. Fundurinn í Háskólabíó var um kvöldið og var nokkuð fjölmennur en þar gekk líka allt vel fyrir sig [49] .

Mótmæli á Austurvelli 29. nóvember 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Mótmæli við Stjórnarráðið/Seðlabanka 1. desember 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 1. Desember 2008 mætti hópur mótmælanda fyrir utan Stjórnarráðið. Eva Hauksdóttir fór þar fremst í flokki ásamt átta manns. Hélt fólkið á svörtum og rauðum fánum. Eva Hauksdóttir fór með ýmiskonar þulur og særingar ásamt því að hópurinn kastaði kjötstykkjum á Stjórnarráðið og á grasblettinn þar fyrir framan. Eftir um hálfa klukkustund fór hópurinn í átt að Seðlabankanum. Eva Hauksdóttir fór með lögreglumanni að afgreiðsluborði bankans og óskaði eftir því að fá að hitta Davíð Oddsson Seðlabankastjóra. Nokkur hópur af mótmælendum hafði komið sér fyrir í anddyrinu ásamt Evu og var farið að láta ófriðlega. Lögreglan vísaði fólkinu út. Í framhaldinu fór Eva til fundar við Davíð Oddson. Eftir fundinn kom Eva út með brúðu í líki Davíðs og framdi þar gjörning sem gekk út á að bera Davíð úr bankanum.

Friðsamleg mótmæli

[breyta | breyta frumkóða]

Á Arnarhóli höfðu um 1000 manns safnast saman þegar mest var og fór fólk að streyma þaðan að Seðlabankanum. Þegar hópurinn hafði náð áfangastað var ástandið orðið mjög eldfimt og nokkrir mótmælendur komnir á þak bankans. Margt fólk safnaðist fyrir í anddyrinu sem varð til þess að lögreglan gaf skipun um að rýma anddyrið. Þetta var gert nokkrum sinnum með litlum árangri sem varð til þess að lögreglan hótaði að nota piparúða á mótmælendur. Það kom þó aldrei til þess þar sem lögreglan átti samtal við mótmælendur sem töluðu um það að þau vildu fara út með einhverri reisn og helst ekki fyrr en eftir einhvern tíma. Þá voru þau fyrirmæli gefin út til aðgerðahópa lögreglu að beita ekki neinni hörku við að koma mótmælendum út. Ágætlega gekk hjá lögreglu að koma fólkinu út en þó voru um 100 manns sem ekki vildu fara. Lögreglan gerði þá samkomulag við mótmælendur að ef þeir myndu bakka með sína lögreglumenn þá myndu mótmælendur fara út. Þetta gekk eftir og tókst lögreglu að rýma anddyrið án þess að til átaka kæmi. [7]

Mótmæli við Austurvöll 6. desember 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Hörður Torfason hafði boðað til mótmæla á Austurvelli klukkan 14:00 þann 6. desember 2008 og voru ræðumenn Gerður Kristný, rithöfundur og Jón Hreiðar Erlendsson.[54] Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum. Fáir mættu á mótmælin í byrjun eða um 200 – 300 manns. Lögreglan fylgdist með ákveðnum einstaklingum sem mest voru áberandi á mótmælunum við Seðlabankann þann 1. desember. Um klukkan 15:00 sást til tveggja pilta klifra upp á svalir fyrir ofan gamla inngang Alþingishússins með skilti sem á stóð „Elskaðu land þitt“ og tilvísun í netslóð sem vísaði á sönglag á netinu. Eftir að þeir voru búnir að koma upp skiltinu fóru þeir niður. Stóðu mótmælin yfir til klukkan 15:31 og þegar mest var voru um 1000 manns á mótmælunum. Eftir að mótmælunum lauk urðu nokkrir einstaklingar eftir á svæðinu og klukkan 16:02 kölluðu lögreglumenn lið sitt til baka en lögreglan hafði fylgst grant með mótmælunum sem fóru fram án átaka. [7]

Boðað til nýrra mótmæla

[breyta | breyta frumkóða]

Dreifimiðum var dreift á mótmælunum þar sem boðað var til nýrra mótmæla þann 8. desember á Austurvelli þar sem fyrirsögnin dreifimiðana var „TÍMI FYRIR AÐGERÐIR“ og stóð þar þau mótmæli yrðu „annað stig“ í baráttu mótmælenda fyrir breytingum sem felast meðal annars í því að „raunverulega framkvæma þær ágætu hugmyndir sem fram hafa komið og hvernig megi ná fram réttlætinu. Ekki láta þig vanta, vertu með í aðgerðum gegn yfirvaldinu, vertu með í Byltingunni!“ [7]

Mótmæli í Alþingishúsinu, 8. desember 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 8. desember 2008 freistaði hópur um 30 mótmælenda að komast á palla Alþingis. Þingverðir og lögregla meinuðu fólkinu að komast á þingpalla. Níu úr þessum hóp voru síðar ákærð fyrir árás á sjálfræði Alþingis. Í ákæru sem nímenningunum var birt 1. mars segir að fólkið sé ákært fyrir:

"...brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot með því að hafa, þann 8. desember 2008, ásamt hópi óþekktra manna, í heimildarleysi ruðst inn í Alþingishúsið við Austurvöll meðan á þingfundi stóð. ... Með háttsemi sinni rufu ákærðu friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin."[55]

Tveir mótmælendanna komust upp á áhorfendapalla Alþingis, Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson og óþekkt kona. Áður en hann var dreginn niður náði Snorri að hrópa af pöllunum:

"Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur, drullið ykkur út."[56]

Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, 9. desember 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Nokkrir tugi manns (tuttugu, skv. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en 30-40 samkvæmt öðrum sjónarvottum) komu saman við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu til að mótmæla ríkisstjórnarfundi sem þar fór fram. Hópurinn stillti sér upp í götunni og kom þannig í veg fyrir að ráðherrarnir kæmust að húsinu frá Tjarnargötu, en ráðherrarnir gengu þá inn bakdyramegin í gegnum garðinn ofan við húsið, neðan úr Suðurgötu.

Eftirfarandi tilkynning var send út vegna aðgerðarinnar:

„Pólitísk aðgerð, 9.desember 2008, við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu: Við, fólkið, komum í veg fyrir inngöngu inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og stöðvum þar með áframhaldandi valdníðslu ráðamanna.
Peningar hafa stýrt fólki á kostnað réttinda þeirra og ráðamenn og þeirra klíkur hafa hagrætt fjármagni eftir eigin hagsmunum. Sú hagræðing hefur ekki skilað sér í réttlátu samfélagi, réttlátum heimi.
Tími aðgerða er runninn upp, því réttlátt samfélag er ekki einungis mögulegt, heldur er það skylda okkar að berjast fyrir því!"[57]

Í Morgunblaðinu var því slegið föstu að mótmælendur við Ráðherrabústaðinn væri sami "[h]ópur mótmælenda sem efndi til mótmæla í Alþingishúsinu [8. desember]"[58]

Tveir voru handteknir fyrir að hlýða ekki tilmælum lögreglu.[59]

Mótmæli við Austurvöll 13. desember 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Mótmæli við Bankanna og 101 Hotel 17. desember 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Bankamótmæli

[breyta | breyta frumkóða]

Boðuð mótmæli áttu að hefjast kl. 9:00 við Austurvöll og þaðan átti að halda í Bankanna. Strax kl. 09:17 voru um 30 mótmælendur komnir inn á skrifstofur Landsbankans í Kirkjustræti, flestir grímuklæddir og var óskað eftir aðstoð lögreglu við að koma þeim út.

Hópurinn hélt þá í Landsbankann við Austurstræti og hafði mótmælendum fjölgað í um 50 manns og komu þau sér fyrir á 2. hæð hússins og stóð viðveran til um kl. 10:00 eða þar til ákveðið var að fara að Landsbankanum við Laugaveg 77. Þegar komið var í bankann skipti hópurinn sér upp í tvo minni hópa. Einn hópurinn fór á skrifstofurnar og hinn hélt sér í afgreiðslusal. Eftir skamma stund yfirgáfu mótmælendur bankann og fóru á kaffihús Hljómalindar.[7]

Mótmæli við 101 Hótel

[breyta | breyta frumkóða]

Um kl. 13:00 var kallað til lögreglu vegna hóps mótmælenda sem saman voru komnir á 101 Hotel við Hverfisgötu 10. Voru þeir að bíða eftir Björgólfi Thor Björgólfssyni sem þar var staddur. Mótmælendur sættust á að fara út af hótelinu. Þegar mótmælendur voru komnir út, gekk Jón Ágeir Jóhannesson út af hótelinu og samkvæmt lögreglu veittust þeir að honum og reyndu að hefta för hans.[60][7][61]

Á bloggsíðu Guðjóns Heiðars Valgarðssonar, einn af mótmælendunum segir hann:

„Þegar Jón Ásgeir kom út spurði ég hann hvort hann hafi stöðvað frétt DV, hann veitti ekki svör og ætlaði greinilega ekki að staldra við og spjalla. Því tók ég mér snjóbolta í hönd og henti honum í smettið á Jóni. Fleiri fylgdu í kjölfarið og fékk Jón vænar gusur af snjóslugsi yfir fína jakkann sinn.“

Einnig segir hann að það hafi verið afar frelsandi að kasta snjóbolta í hann og mælti með að aðrir gerðu slíkt hið sama þegar Jón Ágeir yrði á vegi þeirra[60].

Aðgerðir lögreglu í kjölfar mótmæla

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að mótmæli hófust í kjölfar bankahrunsins í október 2008 gerði lögregla sér ljóst fyrir að mótmæli af þessari stærðargráðu höfðu ekki sést áður hér á landi og þurfti lögregla því að bregðast við breyttu landslagi og ákveða hvernig skildi bregðast við þegar út brytust fjöldamótmæli.

Lögreglan á Íslandi fékk sérhannaðan óeirðarbúnað árið 2002 í tengslum við NATÓ fund sem haldinn var hér á landi og var búist við mótmælum í kjölfarið.Verklagsreglur varðandi mannfjöldastjórnum voru gefnar út í apríl 2002. Það kom svo á daginn að ekki var þörf á þeim viðbúnaði en ákvað lögreglan að viðhalda þeirri þjálufun sem fram hafði farið og halda áfram að verða sér úti um nauðsynlegan búnað í tengslum við mannfjöldastjórnun.

Lögregla þurfi lítið að beita sér vegna mótmæla fyrr en árið 2005 þegar vörubílstjórar mótmæltu olíugjöldum og sköttum sem íþyngdi rekstrarumhverfi þeirra. Þegar bankakerfið á Íslandi hrundi þá brutust út mótmæli og var búist við því að almenningur myndi gera áhlaup á bankana og mögulega gætu brotist út óeirðir. Stefán Eiríksson kallaði saman yfirlögregluþjóna og aðstoðarlögreglustjóra sunnudaginn eftir bankahrunið og ræddu þeir meðal annars um það sem gæti komið upp t.d. viðbrögð almennings ef greiðslukortafyrirtæki lokuðu, og mögulega seðlaþurrð hjá bönkunum.

Yfirstjórn LRH ákvað að aðkoma lögreglu að mótmælunum  sem voru að brjótast út yrði að lögreglan reyndi í lengstu lög að forðast alla valdbeitingu við störf sín við að halda aftur af mótmælendum heldur reyna að nota samræður og ræða frekar við skipuleggjendur mótmælanna. Handtökur yrðu ekki framkvæmdar nema ómögulegt væri að koma ró á mannskapinn og þá ef um líkamlegu ofbeldi gegn lögreglumönnum eða öðrum væri beitt [7]

Skýrslur um aðgerðir lögreglu í mótmælunum

[breyta | breyta frumkóða]

Geir Jón Þórisson gaf út skýrsluna Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008-2011 árið 2014. Skýrslan olli talsverðu fjaðrafoki þar sem eintak þar sem ekki var strikað yfir viðkvæmar upplýsingar barst til fjölmiðla. Engu að síður þótti skýrslan góð heimild um vaxandi óánægju í samfélaginu sem leiddi til harðra mótmæla. [62]

Ingólfur V. Gíslason rannsakaði mótmælin og gaf í kjölfarið út skýrsluna Lögreglan og Búsáhaldabyltingin sem kom út árið 2014. Í skýrslunni leitar hann skýringa á því hversu friðsamleg mótmælin voru miðað við stærðargráðu þeirra. Hann tekur viðtal við 13 lögreglumenn sem stóðu vaktina í mótmælunum. [63]

Mótmælendahópar, samtök og hreyfingar

[breyta | breyta frumkóða]

Í kjölfar efnahagshrunsins urðu til hópar fólks sem hafði áhyggjur af ástandinu og vildu legja sitt af mörkum til að freista þess að hafa áhrif.

Raddir fólksins eru samtök sem stofnuð voru með það að markmiði að ná saman fólki til þess að mótmæla á friðsaman hátt. Samtökin, með Hörð Torfason í broddi fylkingar, héldu vikuleg mótmæli á Austurvelli frá 11.október til og með 27.júní 2009 auk annarra funda. Heimasíða þeirra er Raddir fólksins

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15.janúar 2009. Markmið þeirra var að taka á brýnum fjárhagsvanda heimilanna í landinu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins og að forða heimilunum í landinu frá ósanngjarnri eignaupptöku, óbærilegum skuldaklyfjum og upplausn.

Andspyrna er hreyfing anarkista, vefsíðan andspyrna.orggeymir færslur frá 23.júní 2008 sem var fyrir efnahagshrunið. Í færslu á síðu Andspyrnu segir "Barátta anarkista snýst um að fella öll yfirvöld og útrýma allri pýramídalaga skipulagningu. Tvö orð - Án yfirvalds! - eru grunnurinn að hugmyndafræði anarkista; einföld og stutt setning, en flókin og margslungin í verki. Við munum kappkosta að gera grein fyrir fjölbreyttri flóru hugmynda og aðgerða innan anarkismans og eigna ekki neinni einstakri stefnu..."[64] Færsla 29.október 2008 fjallar um Andspyrnubíó þar sem lesandanum er boðið í bíó á ákveðnum dagsetningum til þess að horfa á andófsmyndir.

Appelsínugulir - Appelsínugulur litur einkenndi þá sem vildu friðsamlega mótmæli, þeir sem völdu að tilheyra þessum hóp áttu sér engan málsvara en allir þeir sem báru appelsínugulan lit voru málsvarar yfirlýsingarinnar.

Yfirlýsing appelsínugulra: Við erum appelsínugul. Við erum friðsöm. Við viljum breytingar.

Appelsínugulur…

  • … er friðsöm krafa um breytingar.
  • … merkir að sá sem fer fram með ofbeldi eða skemmdarverkum talar ekki í þínu nafni.
  • … er krafa um að Alþingi endurnýi umboð sitt frá fólkinu í landinu eins fljótt og auðið er.
  • … lýsir hvorki stjórnmálaskoðun né stendur fyrir neitt annað en hér er upp talið.

Bækur, rannsóknir og annað efni

[breyta | breyta frumkóða]

Bækur um byltinguna

[breyta | breyta frumkóða]

Skrifaðar hafa verið þó nokkrar bækur sem fjalla um búsáhaldabyltinguna. Bækurnar eru að mörgu leiti ólíkar og fjalla um hinar ýmsu hliðar byltingarinnar þrátt fyrir að þær fjalli í grunninn um sama efni.

Búsáhaldabyltingin – sjálfsprottin eða skipulögð?

[breyta | breyta frumkóða]

Bókin kom út árið 2013 og er höfundur hennar Stefán Gunnar Sveinsson sagnfræðing og blaðamann. Bókinn fjallar um búsáhaldabyltinguna og leitast höfundur eftir því að skýra hvernig mótmælin komu til. Bókin er byggð á skýrslum og og viðtölum fremur en fræðilegum kenningum. Að lokum reynir höfundur að svara spurningunni sem varpað er fram í titli bókarinnar.[65]

Economic Crisis and Mass Protest – The Pots and Pans Revolution in Iceland

[breyta | breyta frumkóða]

Höfundur bókarinnar er Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands en bókin kom út árið 2016. Í bókinni skýrir höfundur frá því hvernig efnahagskreppan leiddi til fjöldamótmæla á árunum 2008 og 2009. Bókina byggir höfundur á þriggja ára rannsóknarvinnu sinni þar sem hann tók viðtöl mótmælendur, skoðaði orðræðu í samfélaginu ásamt því að skoða lögreglugögn. Þá er mótmælin sett í samhengi við önnur nýleg fjöldamótmæli sem hafa átt sér stað víða um heim.[66]

Útistöður

[breyta | breyta frumkóða]

Bókin er skrifuð af Margréti Tryggvadóttir bókmenntafræðingi og kom út árið 2014. Í bókinni lýsir hún eigin þáttöku í mótmælunum sem leiddu svo til þáttöku hennar á Alþingi vorið 2009. Í bókinni er atburðarrásin rakin frá hruni eins og höfundur upplifði þann tíma. Bókin er fjölbreytt og tekur á mörgum af hitamálumunum í íslenskri pólitík eins og Icesave og umsókn um aðild Íslands að ESB.[67]

Rannsóknir, fræðigreinar og annað efni

[breyta | breyta frumkóða]

Búsáhaldabyltingin hefur þótt umdeilt viðfangsefni. Fræðimenn hafa ólíkar skoðanir, deilt um mikilvægi hennar, arfleið og afleiðingar. Hún hefur einnig verið bitbein í pólítískri umræðu á ýmsum vettvangi.

Umræður á Alþingi

[breyta | breyta frumkóða]

Í maí 2012 gerð Árni Johnsen lítið úr Búsáhaldabyltingunni og sagði "Hér varð engin Búsáhaldabylting" í umræðu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnaskrá.[68]

Önnur Umræða

[breyta | breyta frumkóða]

Egill Helgason bloggaði í október 2012 um Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins þar sem lítið var gert úr búsáhaldabyltingunni og aðdranda hennar. Hann var afar ósáttur eftir lestur bréfsins þar sem hann vildi meina að þau væri tilraun til þess að endurskrifa söguna.[69]

Una Sighvatsdóttir fréttamaður skrifaði grein í október 2009 á mbl.is sem bar heitið ,,Búsáhaldarbylting í andarstlitrunum” þar sem hún sagði frá byltingunni og stiklaði á stóru um helstu vendipunkta í atburðarrásinni sem átti sér fyrri hluta árs 2009.[70]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 Stefán Gunnar Sveinsson. (2013). Búsáhaldabyltingin: Sjálfsprottin eða Skipulögð? Reykjavík: Almenna bókafélagið
  2. YouTube: Ræða Þráins Bertilssonar 18. október, 2008
  3. Raddir fólksins: Ræða - Þorvaldur Gylfason 18. október, 2008.[óvirkur tengill]
  4. Fréttablaðið 2. nóvember 2008. Á annað þúsund mótmæltu.[óvirkur tengill]
  5. YouTube: Ræða - Einar Már Guðmundsson 8. nóvember, 2008.
  6. Vísir 9. nóvember, 2008. Á fjórða þúsund mótmælti.[óvirkur tengill]
  7. 7,0 7,1 7,2 7,3 7,4 7,5 7,6 7,7 [1]Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011
  8. Vísir. (2008, 9. nóvember). Á fjórða þúsund mótmælti. Sótt 25. janúar 2017 af http://www.visir.is/ExternalData/pdf/fbl/081109.pdf[óvirkur tengill]
  9. 9,0 9,1 Halldór Armand Ásgeirsson. (2008, 10 nóvember). Margmenni við mótmæli á Austurvelli. Morgunblaðið. Sótt 25. janúar 2017 af http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1254272/?item_num=1&searchid=6322dcb68fbfc442844519ac6f132878083fb723
  10. Raddir fólksins: Ræða - Andri Snær Magnason 15. nóvember, 2008.[óvirkur tengill]
  11. Raddir fólksins: Ræða - Viðar Þorsteinsson 15. nóvember, 2008.[óvirkur tengill]
  12. DV.is 15. nóvember, 2008. Sérfræðingur í að gelda og svæfa.[óvirkur tengill]
  13. Stöð 2 15. nóvember, 2008. Kvöldfréttir[óvirkur tengill]
  14. YouTube: Ræður: Viðar Þorsteinsson og Andri Snær 15. nóvember, 2008.
  15. Raddir fólksins: Ræða - Sindri Viðarssona 22. nóvember, 2008.[óvirkur tengill]
  16. Raddir fólksins: Ræða - Katrín Oddsdóttir 22. nóvember, 2008.[óvirkur tengill]
  17. Fréttablaðið 23. nóvember, 2008. Mótmælendur gerast háværari[óvirkur tengill]
  18. Rúv 22. nóvember, 2008 Upptaka af ræðum.[óvirkur tengill]
  19. DV.is/blogg: Ræða - Illugi Jökulsson 29. nóvember, 2008.[óvirkur tengill]
  20. Smugan: Ræða - Stfán Jónsson 29. nóvember, 2008.
  21. Stöð 2 29. nóvember 2008. Kvöldfréttir.[óvirkur tengill]
  22. mbl.is 29. nóvember, 2008. Segir góða stemningu á mótmælafundi.
  23. Fréttablaðið 7. desember, 2008. Boða skyndiaðgerðir.[óvirkur tengill]
  24. Stöð 2 6. desember, 2008. Kvöldfréttir[óvirkur tengill]
  25. Raddir fólksins: Ræða Björns Þorsteinssonar 27. des 2008.[óvirkur tengill]
  26. Raddir fólksins: Ræða Ragnhildar Sigurðardóttur 27. des 2008[óvirkur tengill]
  27. Raddir fóklsins: Ræða Halldóru Guðrúnar Ísleifsdóttur 3. janúar, 2009.[óvirkur tengill]
  28. Raddir fólksins: Ræða Einars más Guðmundssonar 3. janúar 2009[óvirkur tengill]
  29. Smugan: Ræða Lilju Mósesdóttur 10. janúar 2009
  30. Nei: Ræða Lárusar Páls Birgissonar 10. janúar 2009[óvirkur tengill]
  31. Vísir 10. janúar 2009. Góð mæting á Austurvöll
  32. Ræða Gylfa Magnússonar, 17. janúar, 2009[óvirkur tengill]
  33. Ruv frétt 17. janúar 2009: Mótmælt á sex stöðum á landinu
  34. Sjónvarp - Þjóðin var í Alþingisgarðinum
  35. mbl Sjónvarp - Beittu kylfum á mótmælendur
  36. mbl Sjónvarp - Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið
  37. BBC News - Protesters hit Icelandic PM's car
  38. mbl Sjónvarp mbl Sjónvarp - Mótmæla aftur í dag
  39. Bylgjan útvarpsfréttir 22. janúar, 2009. - Mótmæli í miðborginni[óvirkur tengill]
  40. mbl 22. janúar, 2009. - Táragasi beitt á Austurvelli
  41. Nei 23. jan 2009 - Good cop-dagur á Austurvelli [óvirkur tengill]
  42. Allt að 6000 á Austurvelli í dag
  43. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/samthykktu_alyktun_um_stjornarslit/
  44. Mbl sjónvarp: Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur 26. janúar, 2009 um stjórnarslit
  45. http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/sett_fram_til_ad_knyja_fram_stjornarslit/
  46. http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/geir_til_bessastada_klukkan_16/
  47. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. desember 2016. Sótt 21. janúar 2017.
  48. 48,0 48,1 http://skemman.is/stream/get/1946/6856/18610/1/106-113__JonGunnar_BerglindHolm_SigrunOlafs_FELMANbok.pdf[óvirkur tengill]
  49. 49,0 49,1 49,2 49,3 49,4 49,5 49,6 49,7 Geir Jón Þórisson. (2012, 30. júní). Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu: Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011. Sótt 19. janúar 2017 af http://kjarninn.s3.amazonaws.com/old/2014/10/report.pdf
  50. Fréttablaðið. (2008, 8.október). Geir H. Haarde um mótmæli: Semur ekki við menn sem fara með ofbeldi. Sótt 19.janúar 2017 af http://www.visir.is/ExternalData/pdf/fbl/080408.pdf[óvirkur tengill]
  51. Nei: "Lögregla tekur mótmælanda úr umferð", skoðað 4. október 2010.[óvirkur tengill]
  52. Ásgeir Ingólfsson, "Grátið eggjarauðutárum" Fréttaskýring á vefmiðlinum Smugunni. Skoðað 4 október 2010.
  53. "Fanganum sleppt" frétt á mbl.is, skoðað 4. október 2010.
  54. http://raddirfolksins.info/?p=147
  55. „rvk9.org, stuðningssíða nímenninganna. sótt 29. september 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. febrúar 2011. Sótt 1. október 2010.
  56. „attac.is, Ég ákæri ykkur. Ræða Sólveigar Jónsdóttur á Austurvelli 15. maí 2010. sótt 29. september 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 1. október 2010.
  57. Ráðherrum varðan inngöngu, Frétt vefritsins Smugunnar, 9. desember 2008. Skoðað 4. október 2010.
  58. Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, Frétt Mbl.is 9 desember 2008. Skoðað 4 október 2010.
  59. Lögregluvefurinn, Höfuðborgarsvæðið, fréttir 9 desember 2008[óvirkur tengill]. Skoðað 4. október 2010.
  60. 60,0 60,1 http://frussukusk.blog.is/blog/frussukusk/entry/747924/
  61. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=278655&pageId=4015407&lang=is&q=Veist%20a%F0%20J%F3ni%20%C1sgeiri
  62. https://rafhladan.is/handle/10802/11046
  63. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. júní 2016. Sótt 18. mars 2017.
  64. Heimasíða Andspyrnu
  65. http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/busahaldabyltingin/
  66. https://www.routledge.com/Economic-Crisis-and-Mass-Protest-The-Pots-and-Pans-Revolution-in-Iceland/Bernburg/p/book/9781472425478
  67. http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/utistodur/
  68. http://www.althingi.is/altext/140/05/r18110741.sgml
  69. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. september 2017. Sótt 18. mars 2017.
  70. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1302856/