Fara í innihald

Mústafa 1.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mústafa 1.

Mústafa 1. (159120. janúar 1639) (arabíska: (arabíska: مصطفى الأول) var Tyrkjasoldán frá 1617 til 1618 og aftur 1622 til 1623. Hann var bróðir Akmeðs 1. sem lést ungur úr taugaveiki. Mústafa var talinn seinfær eða í besta falli taugaóstyrkur og var aldrei annað en tæki í valdabaráttu hirðmanna í Topkapı-höll. Í valdatíð bróður síns var honum haldið í stofufangelsi í fjórtán ár. Eftir stutt valdaskeið í kjölfar andláts Akmeðs tók hinn ungi sonur Akmeðs, Ósman 2. við hásætinu (1618-1622). Eftir að janissarar myrtu Ósman, tók Mústafa aftur við völdum um stutt skeið en var brátt steypt af stóli af bróður Ósmans, Múrað 4. (1623-1640).


Fyrirrennari:
Akmeð 1.
Tyrkjasoldán
(1617 – 1618)
Eftirmaður:
Ósman 2.
Fyrirrennari:
Ósman 2.
Tyrkjasoldán
(1622 – 1623)
Eftirmaður:
Múrað 4.


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.