Smolensk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Smolensk á ljósmynd eftir Prókúdín-Gorskíj árið 1912.

Smolensk (rússneska: Смоленск;, hvítrússneska: Смаленск) er borg í vesturhluta Rússlands við ána Dnépr. Borgin er höfuðstaður sýslunnar Smolensk Oblast. Íbúafjöldi árið 2003 var 351.100 manns.

Nafn borgarinnar er dregið af nafni árinnar Smolnja en uppruni þess nafns er á huldu. Hugsanlega er það dregið af smola sem merkir bæði tjara og trjákvoða. Grenitré vaxa umhverfis borgina og hún var eitt sinn miðstöð fyrir vinnslu og verslun með trjákvoðu. Annar möguleiki er gamla slavneska orðið smol sem merkir „svört jörð“.