Fara í innihald

Paul Bocuse

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Paul Bocuse

Paul Bocuse (11. febrúar 192620. janúar 2018)[1] var franskur matreiðslumaður sem er þekktur fyrir hágæða franska matargerð og lúxusveitingastaðinn L'Auberge du Pont de Collonges nærri Lyon. Staðurinn er með þrjár Michelin-stjörnur. Hann lærði hjá Eugénie Brazier og er einn af þeim frönsku matreiðslumönnum sem kenndir eru við nouvelle cuisine eða „nýju frönsku matargerðina“.

Alþjóðlega matreiðslukeppnin Bocuse d'Or sem haldin er í Lyon á tveggja ára fresti er kennd við hann. Hann átti sjálfur þátt í stofnun keppninnar árið 1987.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Thibaut Danancher, Paul Bocuse, le pape de la gastronomie, est mort, Le Point, 20/01/2018
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.