Sepultura
Útlit
Sepultura er brasilísk þrass-sveit stofnuð í Belo Horizonte árið 1984 af bræðrunum Max og Igor Cavalera.
Hljómsveitin var áhrifamikil seint á 9. áratug og snemma á 10. áratug 20. aldar. Sveitin hægði á taktinum í tónlistinni um miðjan 10. áratuginn og fór meira út í groove metal-stíl.
Cavalera-bræður yfirgáfu sveitina, Max árið 1996 og Igor árið 2006. Max stofnaði Soulfly og síðar Cavalera Conspiracy með bróður sínum. Frá 1998 hefur bandaríski söngvarinn Derrick Green verið með sveitinni. Sepultura þýðir gröf á portúgölsku.
Í lok árs 2023 ákvað sveitin að fara í lokatónleikaferðalag sitt og stefnir hún að hætta árið 2025. [1]
-
Andreas Kisser
-
Derrick Green
-
Paulo Jr.
-
Eloy Casagrande
Núverandi meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]- Paulo Jr. – bassi (1985–)
- Andreas Kisser – gítar (1987–)
- Derrick Green – söngur (1998–)
- Jason Nekrutman - trommur (2023-)
Fyrrum meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]- Igor Cavalera – trommur (1984–2006)
- Max Cavalera – söngur og gítar (1985–1996)
- Jairo Guedz - gítar (1985-1987)
- Eloy Casagrande – trommur (2011–2023)
Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Morbid Visions (1986)
- Schizophrenia (1987)
- Beneath the Remains (1989)
- Arise (1991)
- Chaos A.D. (1993)
- Roots (1996)
- Against (1998)
- Nation (2001)
- Roorback (2003)
- Dante XXI (2006)
- A-Lex (2009)
- Kairos (2011)
- The Mediator Between Head and Hands Must Be the Heart (2013)
- Machine Messiah (2017)
- Quadra (2020)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Sepultura announces farewell tour to mark bands 40th anniversary Blabbermouth.net, 8/12 2023