Sepultura


Sepultura er brasilísk þrass-sveit stofnuð í Belo Horizonte árið 1984 af bræðrunum Max og Igor Cavalera. Sepultura þýðir gröf á portúgölsku.
Hljómsveitin var áhrifamikil seint á 9. áratug og snemma á 10. áratug 20. aldar. Sveitin hægði á taktinum í tónlistinni um miðjan 10. áratuginn og fór meira út í groove metal-stíl.
Cavalera-bræður yfirgáfu sveitina, Max árið 1996 og Igor árið 2006. Max stofnaði Soulfly og síðar Cavalera Conspiracy með bróður sínum. Frá 1998 hefur bandaríski söngvarinn Derrick Green verið með sveitinni.
Í lok árs 2023 ákvað sveitin að fara í lokatónleikaferðalag sitt og stefnir hún að hætta árið 2026. [1] Trommari sveitarinnar til 12 ára, Eloy Casagrande, hafði þá ákveðið að ganga til liðs við Slipknot. Sveitin spilaði á Íslandi sumarið 2025. [2]
- Sepultura árið 2015
-
Andreas Kisser
-
Derrick Green
-
Paulo Jr.
-
Eloy Casagrande
Núverandi meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]- Paulo Jr. – bassi (1985–)
- Andreas Kisser – gítar (1987–)
- Derrick Green – söngur (1998–)
- Jason Nekrutman - trommur (2023-)
Fyrrum meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]- Igor Cavalera – trommur (1984–2006)
- Max Cavalera – söngur og gítar (1985–1996)
- Jairo Guedz - gítar (1985-1987)
- Eloy Casagrande – trommur (2011–2023)
Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Morbid Visions (1986)
- Schizophrenia (1987)
- Beneath the Remains (1989)
- Arise (1991)
- Chaos A.D. (1993)
- Roots (1996)
- Against (1998)
- Nation (2001)
- Roorback (2003)
- Dante XXI (2006)
- A-Lex (2009)
- Kairos (2011)
- The Mediator Between Head and Hands Must Be the Heart (2013)
- Machine Messiah (2017)
- Quadra (2020)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Sepultura announces farewell tour to mark bands 40th anniversary Blabbermouth.net, 8/12 2023
- ↑ Þolir þakið á Hlíðarenda SepulturaMbl.is, sótt 26. febrúar, 2025