Fara í innihald

Kristján 2.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Aldinborgarar Konungur Danmerkur,
Noregs og Svíþjóðar
Aldinborgarar
Kristján 2.
Kristján 2.
Ríkisár 22. júlí 1513 - 20. janúar 1523
Danmörku
1513 - 20. janúar 1523
Noregi (ríkisstjóri frá 1506)
1. nóvember 1520 - ágúst 1521
Svíþjóð
Fæddur2. júlí 1481
 Nyborg
Dáinn25. janúar 1559
 Kalundborg
GröfÓðinsvéum
Konungsfjölskyldan
Faðir Hans konungur
Móðir Kristín af Saxlandi
DrottningÍsabella af Búrgund

Kristján 2. (2. júlí 148125. janúar 1559) var konungur Danmerkur og Noregs frá 1513 til 1523 og konungur Svíþjóðar frá 1520 til 1521 innan Kalmarsambandsins. Hann var sonur Hans konungs og Kristínar af Saxlandi. Í Svíþjóð var hann þekktur sem Kristján harðstjóri vegna þess hvernig hann lagði landið undir sig og hlutdeild sína í Stokkhólmsvígunum. Eftir þau missti hann stjórn á Svíþjóð með þeim afleiðingum að Kalmarsambandið leystist endanlega upp og Svíþjóð varð sjálfstæð undir stjórn Gústafs Vasa 1.

Stríðsreksturinn í Svíþjóð og gegn Hansasambandinu var byrði á aðlinum í Noregi og Danmörku og á endanum gerði aðallinn á Jótlandi uppreisn og bauð frænda hans Friðriki greifa af Holtsetalandi konungdóminn. Kristján flúði til Hollands og dvaldi þar í útlegð. Hann gerði tilraun til að endurheimta krúnuna í árið 1531 sem endaði með uppgjöf árið eftir og fangelsun í Sønderborg-kastala og síðan Kalundborg til dauðadags. Greifastríðið (1534 til 1536) var háð til að reyna að koma honum aftur til valda, gegn syni Friðriks, Kristjáni 3.

Kristján 2. átti hollenska ástkonu sem hét Dyveke og var dóttir Sigbritar Villomsdóttur. Kristján hitti hana í Björgvin í Noregi 1507 (eða 1509) og varð hún frilla hans sömu nótt. Hún dó 1517 eftir að hafa borðað eitruð kirsuber, að talið er. Úr því varð mikil rekistefna. Kristján ákærði höfuðsmann Torben Oxe fyrir að hafa eitrað fyrir henni, og var hann dæmdur og hálshöggvinn.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Hans konungur
Konungur Danmerkur
(1513 – 1523)
Eftirmaður:
Friðrik 1.
Fyrirrennari:
Hans konungur
Konungur Noregs
(1513 – 1523)
Eftirmaður:
Friðrik 1.
Fyrirrennari:
Sten Sture yngri
Konungur Svíþjóðar
(1520 – 1521)
Eftirmaður:
Gústaf Vasa 1.


  Þetta æviágrip sem tengist sögu og Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.