Buzz Aldrin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Edwin „Buzz“ Aldrin
Buzz Aldrin fyrir Apollo 11 ferðina.
Buzz Aldrin fyrir Apollo 11 ferðina.
Fæddur 20. janúar 1930 (1930-01-20) (94 ára)
Glen Ridge, New Jersey, Bandaríkjunum
Tími í geimnum 12 dagar, 1 klukkustundir og 52 mínútur
Verkefni Gemini 12 og Apollo 11

Buzz Aldrin (fæddur 20. janúar 1930 sem Edwin Aldrin) er fyrrverandi bandarískur geimfari og orrustuflugmaður. Hann er frægastur fyrir að hafa verið annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið á eftir Neil Armstrong. Það gerði hann í annarri og síðustu geimferð sinni, með Apollo 11 þann 20. júlí 1969. Hann varði, ásamt Armstrong tveimur og hálfri klukkustund á yfirborði tunglsins á meðan Michael Collins var á sporbraut fyrir ofan. Hann breytti nafni sínu formlega í Buzz árið 1988.

Bósi Ljósár úr teiknimyndinni Leikfangasaga heitir eftir Buzz Aldrin.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]