Alexander mikli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mósaíkmynd frá Pompei af Alexander mikla í orrustunni við Issus.

Alexander mikliforngrísku: Ἀλέξανδρος ὁ Μέγας / Aléksandros ho Mégas) eða Alexander 3. (Ἀλέξανδρος Γ' / Aléksandros ho Trítos) var konungur Makedóníu árin 336323 f.Kr. Á meðan hann gengdi því embætti stækkaði hann veldi Makedóníumanna í eitt það stærsta sem sögur fara af. Veldi hans náði þegar það var stærst frá Grikklandi í vestri, suður yfir Egyptaland, austur að ánni Indus þar sem í dag er Pakistan og norður inn í mið-Asíu.

Hann komst til valda tvítugur, þegar faðir hans var myrtur. Þá þegar hóf hann að stækka veldi sitt. Hann hélt því áfram til æviloka, en hann lést úr hitasótt í Babýlon árið 323 f.Kr., aðeins 32 ára að aldri.[1] Í kjölfar andláts hans liðaðist veldið á ný í sundur í nokkrar einingar, oftast undir stjórn einhverra hershöfðingja úr her hans.

Þó að veldi Alexanders hafi staðið stutt hafði það mikil og langvarandi áhrif en það dreifði grískættaðri menningum um öll miðausturlönd allt austur að Indlandi. Þá er talað um að með veldi hans hafi helleníska skeiðið í sögu miðausturlanda og sögu vestrænnar menningar hafist sem varði allt til þess þegar Rómverjar náðu Egyptalandi á sitt vald árið 31 f.Kr.

Alexander stofnaði yfir 70 borgir sem báru nafn hans, til dæmis Alexandría í Egyptalandi, Kandahar í Afganistan (áður Alexandropolis) og Alexandra Echate í Tadsjikistan. (sjá í bókina Íslands- og mannkynssaga NB1 - frá upphafi til upplýsingar)

Alexander var fyrst nefndur „mikli“ í leikritinu Mostellaria eftir rómverska leikritaskáldið Plautus (254–184 f.Kr.). Hann var nemandi Aristótelesar.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Uppvaxtarár[breyta | breyta frumkóða]

Brjóstmynd af ungum Alexander hinum mikla frá helleníska skeiðinu, Þjóðminjasafn Bretlands
Aristóteles kennir Alexander, eftir Jean Leon Gerome Ferris

Alexander fæddist sjötta dag forngríska mánaðarins Hekatombaion, sem samvarar líklegast 20. júlí 356 f.Kr., þótt nákvæm dagsetning sé ekki þekkt.[2] Hann fæddist í Pella, höfuðborg Makedóníu til forna.[3] Hann var sonur konungs Makedóníu, Filippos II og fjórðu konu hans Olympías, dóttur Neoptolemosar I konungs í Epíros.[4][5][6]

Á deginum sem Alexander fæddist var Filippos II að undirbúa umsátur borgarinnar Potidea á skaganum Kalkidike. Á þessum sama degi fékk Filippos fréttir um að hershöfðinginn hans Parmenion hafði sigrað sameinaðan her Illyríu og Paeoníu. Jafnframt sigruðu hestar hans á Ólympíuleikunum. Einnig hefur verið sagt að á þessum degi hafi Artemismusterið í Efesos, eitt af Sjö undrum veraldar, brunnið til grunna. Þetta leiddi til þess að Hegesias af Magnesíu sagði að það hafi brunnið vegna þess að Artemis hafði ekki verið á staðnum, heldur að hann hefði verið við fæðingu Alexanders.[5][7] Slíkar goðsagnir hafa komið fram þegar Alexander var konungur, mögulega af hans eigin frumkvæði, til að sýna að hann væri ofurmenni og að honum væri ætlað stórvirki alveg frá getnaði.[8]

Stytta sem sýnir Alexander að temja Búkefalos í Edinborg

Á uppvaxtarárum Alexanders var hann uppalinn af fóstrunni Laníku, systur Kleitosar svarta sem varð síðar herforingi Alexanders. Síðar var Alexander kennt af hinum stranga Leonídasi, ættingja móður hans og af herforingja Filipposar, Lýsimakkosi.[9]

Þegar Alexander var tíu ára keypti kaupmaður frá Þessalíu hest fyrir Filippos, sem hann bauðst til að selja fyrir þrettán talentur. Engum tókst að temja hestinn svo Filippos skipaði að fjarlægja hestinn. Alexander hins vegar, sem sá að hesturinn hræddist skugga sinn, bað um að temja hestinn, sem honum tókst að lokum.[8] Plútarkos sagði að Filippos, sem var hæstánægður með hugrekki og metnað sonar síns, kyssti hann með tár í auganum og sagði: „Drengur minn, þú verður að finna ríkidæmi sem er nægilega stórt fyrir metnað þinn. Makedónía er of smá fyrir þig“ og keypti hestinn fyrir hann.[10] Alexander nefndi hestinn Búkefalos, sem merkir „uxa-höfuð“. Búkefalos bar Alexander að Pakistan. Þegar dýrið dó (vegna hás aldurs, samkvæmt Plútarkosi, 30 ára gamall), nefndi Alexander borg eftir honum Búkefala.[6][11][12] Heimildum fer ekki saman um hvar hann sé grafinn. Í ævisögu Alexanders eftir Plútarkos og Anabasis Alexandri eftir Arríanos er sagt að Búkefalos hafi dáið eftir orrustuna við Hydaspes 326 f.Kr., þar sem nú er Pakistan og sé grafinn í Jalalpur Sharif rétt utan við borgina Jhelum í Pakistan. Aðrar heimildir gefa upp að Búkefalos sé grafinn í Phalia, borg í Mandi Bauhaddin héraðinu í Pakistan sem er nefnd eftir honum.

Unglingsár og menntun[breyta | breyta frumkóða]

Þegar Alexander var þrettán ára byrjaði Filippos að leita að lærimeistara. Hann íhugaði fræðimennina Ísókrates og Spevsippos en sá síðari bauðst til að taka stöðunni. Á endanum valdi Filippos Aristóteles og veitti þeim aðgang að Dísahofinu í Mieza. Í skiptum fyrir að kenna Alexander samþykkti Filippos að endurbyggja heimabæ Aristótelesar, Stageira, sem Filippos hafði látið jafna við jörðu, og að fá fyrrum íbúa þess aftur til borgarinnar með því að frelsa íbúa sem voru þrælar eða að veita þeim náð sem voru í útlegð.[13][14][15]

Mieza var eins og heimavistaskóli fyrir Alexander og börn merkra Makedóníumanna, eins og Ptolemajos, Hefæstíon og Kassandros. Margir þessara nemenda urðu síðar vinir hans og hershöfðingjar framtíðarinnar. Aristóteles kenndi Alexander og vinum hans lyfjafræði, heimspeki, siðfræði, trúarbragðafræði, rökfræði og list. Undir leiðsögn Aristótelesar varð Alexander áhugasamur um verk Hómers og þá sérstaklega Ilíonskviðu. Aristóteles gaf honum eintak sem Alexander tók með sér í herleiðangra.[16][17][18]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Kingdoms of the Successors of Alexander: After the Battle of Ipsus, B.C. 301“. World Digital Library. 1800-1884. Sótt 27. júlí 2013.
  2. „The birth of Alexander the Great“. livius.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. október 2016. Sótt 16. desember 2011. „Alexander was born the sixth of Hekatombaion.“
  3. Peter Green (1970). Alexander of Macedon, 356-323 B.C.: a historical biography. Hellenistic culture and society (reprinted, illustrated, revised. útgáfa). University of California Press. bls. xxxiii. ISBN 978-0-520-07165-0. „356 - Alexander born in Pella. The exact date is not known, but probably either 20 or 26 July.“
  4. McCarty (2004), 10
  5. 5,0 5,1 Renault (2001), 28
  6. 6,0 6,1 Durant (1966), 538
  7. Bose (2003), 21
  8. 8,0 8,1 Roisman, Worthington (2010), 188
  9. Renault (2001), 33–34
  10. Plutarch (1919), III, 2 Skoða síðu
  11. Fox (1980), p. 64
  12. Renault (2001), 39
  13. Fox (1980), 65
  14. Renault (2001), 44
  15. McCarty (2004), 15
  16. Fox (1980), 65–66
  17. Renault (2001), 45–47
  18. McCarty (2004), 16

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fornfræðigrein sem tengist sagnfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.