Sumarólympíuleikarnir 1980

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Maraþon fyrir framan Dómkirkju heilags Basilíusar í Moskvu 1980.

Sumarólympíuleikarnir 1980 voru haldnir í Moskvu í Sovétríkjunum dagana 19. júlí til 3. ágúst 1980.

Bandaríkin ákváðu að hunsa Ólympíuleikana vegna innrásar Sovétmanna í Afganistan sem hófst árið áður. Mörg önnur stór ríki eins og Japan, Vestur-Þýskaland, Kína, Filippseyjar og Kanada ákváðu í kjölfarið að hunsa leikana í mótmælaskyni. Sum ríki sem hunsuðu leikana eins og Bretland leyfðu íþróttamönnum sínum að taka þátt á eigin vegum. Íþróttamenn sextán landa gengu inn á leikvanginn undir ólympíufána í stað þjóðfána.

Keppnisgreinar[breyta | breyta frumkóða]

Keppt var í 203 greinum. Fjöldi keppna í einstökum íþróttaflokkum er gefinn upp í sviga.

Þátttaka Íslendinga á leikunum[breyta | breyta frumkóða]

Skiptar skoðanir voru á því hvort Íslendingar ættu að taka þátt á Ólympíuleikunum í Moskvu eða fara að fordæmi Bandaríkjamanna og fleiri þjóða með því að sitja heima. Morgunblaðið og Vísir gagnrýndu þátttökuna harðlega, en íslenska Ólympíunefndin hélt sínu striki. Skoðanakannanir leiddu í ljós að mikill meirihluti landsmanna var sammála þeirri ákvörðun.

Níu íslenskir íþróttamenn kepptu í Moskvu, allt karlmenn. Þetta voru fjórir frjálsíþróttamenn, þrír keppendur í Ólympískum Lyftingum og tveir keppendur í júdó. Í fyrsta sinn frá leikunum í Melbourne 1956 sátu íslenskir sundmenn heima.

Íslenskir lyftingamenn stóðu framarlega á þessum árum og þóttu líklegir til afreka enda var það lyftingamaðurinn Birgir Þór Borgþórsson sem var fánaberi Íslenska hópsins.

Keppendur í Ólympískum Lyftingum voru auk Birgis þeir Guðmundur Helgi Helgason og Þorsteinn Leifsson.

Árangur frjálsíþróttamannanna var mjög góður. Jón Diðriksson og Oddur Sigurðsson náðu til að mynda báðir 19. sæti, Oddur í 800 metra hlaupi og Jón í 1.500 metrum. Hreinn Halldórsson og Óskar Jakobsson komust báðir í úrslit kúluvarpskeppninnar og höfnuðu í 10. og 11. sæti.

Bjarni Friðriksson náði góðum árangri í júdókeppninni. Hann tapaði naumlega í fjórðungsúrslitum á dómaraúrskurði og endaði að lokum í 7. sæti.

Íslenska handknattleikslandsliðinu bauðst að keppa á leikunum, sem ein af varaþjóðum mótsins. Tilboðið var afþakkað í virðingarskyni við þær þjóðir sem kusu að sniðganga leikana og vegna mikils kostnaðar.

Verðlaunaskipting eftir löndum[breyta | breyta frumkóða]

 Nr.  Land  Gull Silfur Brons Alls
1 Flag of the Soviet Union.svg Sovétríkin 80 69 46 195
2 Flag of East Germany.svg Austur-Þýskaland 47 37 42 126
3 Flag of Bulgaria.svg Búlgaría 8 16 17 41
4 Flag of Cuba.svg Kúba 8 7 5 20
5 Fáni Ítalíu Ítalía 8 3 4 15
6 Fáni Ungverjalands Ungverjaland 7 10 15 32
7 Flag of Romania.svg Rúmenía 6 6 13 25
8 Fáni Frakklands Frakkland 6 5 3 14
9 Fáni Bretlands Bretland 5 7 9 21
10 Flag of Poland.svg Pólland 3 14 15 32
11 Fáni Sviþjóðar Svíþjóð 3 3 6 12
12 Fáni Finnlands Finnland 3 1 4 8
13 Flag of the Czech Republic.svg Tékkóslóvakía 2 3 9 14
14 Flag of SFR Yugoslavia.svg Júgóslavía 2 3 4 9
15 Fáni Ástralíu Ástralía 2 2 5 9
16 Fáni Danmerkur Danmörk 2 1 2 5
17 Fáni Braselíu Brasilía 2 0 2 4
Flag of Ethiopia (1897).svg Eþíópía 2 0 2 4
19 Fáni Sviss Sviss 2 0 0 2
20 Flag of Spain 1945 1977.svg Spánn 1 3 2 6
21 Fáni Austuríkis Austurríki 1 2 1 4
22 Flag of Greece.svg Grikkland 1 0 2 3
23 Fáni Belgíu Belgía 1 0 0 1
Fáni Indlands Indland 1 0 0 1
Flag of Zimbabwe.svg Zimbabwe 1 0 0 1
26 Flag of North Korea.svg Norður-Kórea 0 3 2 5
27 Flag of Mongolia.svg Mongólía 0 2 2 4
28 Flag of Tanzania.svg Tansanía 0 2 0 2
29 Flag of Mexico.svg Mexíkó 0 1 3 4
30 Flag of the Netherlands.svg Holland 0 1 2 3
31 Flag of Ireland.svg Írland 0 1 1 2
32 Flag of Uganda.svg Úganda 0 1 0 1
Flag of Venezuela.svg Venesúela 0 1 0 1
34 Flag of Jamaica.svg Jamaíka 0 0 3 3
35 Flag of Guyana.svg Guyana 0 0 1 1
Flag of Lebanon.svg Líbanon 0 0 1 1
Alls 204 204 223 631
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist