Kalmarófriðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sænskt veggteppi sem sýnir Kalmarófriðinn

Kalmarófriðurinn var styrjöld milli Danmerkur og Svíþjóðar sem hófst með því að Danir réðust á borgina Kalmar í suðurhluta Svíþjóðar 3. maí 1611 og lauk þegar friðarsamningar voru undirritaðir í Knäred (Knærød) á Hallandi 20. janúar 1613. Stríðið hófst vegna þess sem Danir litu á sem tilburði Svía til að hefja siglingar norður fyrir Noreg og komast þannig hjá Eyrarsundstollinum, sem var helsta tekjulind Danakonunga. Stríðinu lauk með sigri Dana, sem þó náðu ekki því sem þeir ætluðu sér, sem var að leggja alla Svíþjóð undir Danakonung.

  Þessi sögugrein sem tengist Svíþjóð og Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.