Fara í innihald

Simon Marius

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Simon Marius (20. janúar 157326. desember 1624) var þýskur stjörnufræðingur. Hann fæddist í Gunzenhausen nálægt Nürnberg en varði meiri hluta ævi sinnar í Ansbach.

Marius gaf út verkið Mundus Iovialis árið 1614 þar sem hann lýsti reikistjörnunni Júpíter og tunglum hans. Þar hélt hann því fram að hann hefði uppgötvað fjögur stærstu tungl reikistjörnunnar nokkrum dögum á undan Galíleó Galílei. Í deilum stjörnufræðinganna um fundinn sýndi Galíleó þó fram á að Marius gat aðeins bent á eina athugun sem átti sér stað jafn snemma og athuganir Galíleó og sú passaði við teikningu Galíleó af afstöðu tunglanna frá þeim sama degi sem Galíleó hafði birt 1610. Talið er mögulegt að Marius hafi uppgötvað tunglin á eigin spýtur en þó einhverjum dögum á eftir Galíleó.

Tunglin fjögur urðu þekkt sem Galíleótunglin en nöfn þeirra sem á endanum náðu mestri útbreiðslu eru frá Marius komin. Hann lagði til nöfnin Íó, Evrópa, Ganýmedes og Kallistó í höfuðið á elskendum Seifs sem var grísk fyrirmynd rómverska guðsins Júpíters.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.