1639
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1639 (MDCXXXIX í rómverskum tölum) var 39. ár 17. aldar sem hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en þriðjudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 13. mars - Háskólinn New College á Nýja Englandi var nefndur Harvard College í höfuðið á velgjörðarmanni skólans John Harvard.
- 15. mars - Brynjólfur Sveinsson varð biskup í Skálholti.
- 4. apríl - Sænski herinn undir stjórn Johans Banér, vann sigur á keisarahernum í orrustunni við Chemnitz í Saxlandi.
- 18. júní - Karl 1. Englandskonungur gerði Berwick-friðarsáttmálann við Skota.
- 20. júní - Kirsten Svendsdatter fann lengra gullhornið í Møgeltønder á Jótlandi.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrsta prentverkið tók til starfa í Norður-Ameríku, í Cambridge, Massachusetts.
- Rússneskir kósakkar náðu til Kyrrahafsins við Okotsk þar sem þeir reistu síðar bækistöð.
- Danska hverfið Kristjánshöfn (Christianshavn) var stofnað.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 8. maí - Giovanni Battista Gaulli, ítalskur listmálari (d. 1709).
- 22. desember - Jean Racine, franskt leikskáld (d. 1699).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 20. janúar - Mústafa 1. Tyrkjasoldán (f. 1592).
- 21. maí - Tommaso Campanella, ítalskt skáld (f. 1568).
- 6. ágúst - Hans van Steenwinckel, flæmskur arkitekt (f. 1587).
- 28. október - Stefano Landi, ítalskt tónskáld (f. 1587).
Opinberar aftökur
[breyta | breyta frumkóða]- Ónafngreind stjúpfeðgin tekin af lífi á Alþingi fyrir blóðskömm, hann hálshogginn, henni drekkt.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.