Audrey Hepburn
Jump to navigation
Jump to search
Þetta æviágrip sem tengist kvikmyndum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Audrey Hepburn (f. Audrey Kathleen Ruston; 4. maí 1929 – 20. janúar 1993) var bresk leikkona. Þekktustu kvikmyndir hennar eru Prinsessan skemmtir sér (A Roman Holiday) frá 1953, en fyrir það hlutverk fékk hún óvænt Óskarsverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki, Sabrina (1954), Morgunverður á Tiffany's (Breakfast at Tiffany's – 1961) og dans- og söngvamyndinni My Fair Lady (1964).
