1834
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1834 (MDCCCXXXIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]
Fædd
- 31. ágúst - Lárus Sveinbjörnsson, íslenskur lögfræðingur, sýslumaður, háyfirdómari, alþingismaður og bankastjóri.
Dáin
Erlendis[breyta | breyta frumkóða]
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- Mars - Lestarsamgöngur hófust milli Glasgow og Paisley í Skotlandi.
- 19. maí - Bændauppreisn Sýrlendinga í Palestínu og Transjórdaníu í Ottómanveldinu hófst og endaði með þúsundum dauðsfalla eftir að egypski herinn bældi hana niður.
- 15. júlí - Spænski rannsóknarrétturinn var lagður niður.
- 16. júlí - William Lamb, vísigreifi af Melbourne varð forsætisráðherra Bretlands.
- 1. ágúst - Þrælahald var bannað í Breska heimsveldinu.
- 15. ágúst - Nýlenda var stofnuð í Suður-Ástralíu.
Ódagsettir atburðir
- Breska Austur-Indíafélagið lagði af einokun í verslun í Kína.
- Rúmenska var bönnuð í Bessarabíu sem var undir stjórn Rússaveldis.
Fædd
- 2. janúar - Friedrich Louis Dobermann, þýskur skattheimtumaður og hundaræktandi.
- 8. febrúar - Dmítríj Mendelejev, rússneskur efnafræðingur.
- 16. febrúar - Ernst Haeckel, þýskur líffræðingur,
- 24. mars - William Morris, breskur textílhönnuður, listamaður, rithöfundur og hugsjónamaður.
- 16. desember - Léon Walras, franskur hagfræðingur.
Dáin
- 12. janúar - William Grenville, forsætisráðherra Bretlands.
- 20. maí - Gilbert du Motier de La Fayette, frjálslyndur franskur aðalsmaður, herforingi og stjórnmálamaður.
- 24. september - Pedro 1. Brasilíukeisari
- 23. desember - Thomas Malthus, enskur prestur, hagfræðingur og félagsfræðingur.