17. júlí
Útlit
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
17. júlí er 198. dagur ársins (199. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 167 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 330 f.Kr. - Daríus 3. var myrtur af Bessusi landstjóra í Baktríu.
- 561 - Jóhannes 3. varð páfi.
- 1086 - Knútur Danakonungur, Benedikt bróðir hans og fleiri voru myrtir í dómkirkjunni í Óðinsvéum eftir að kirkjugrið höfðu verið rofin.
- 1203 - Krossfararriddarar úr Fjórðu krossferðinni réðust á Konstantínópel, lögðu borgina undir sig og rændu og rupluðu. Alexíus 3. Angelus Býsanskeisari flúði borgina og fór í útlegð.
- 1212 - Orrustan við Navas de Tolosa. Kristnu konungsríkin á Spáni unnu öruggan sigur á Almóhödum.
- 1310 - Friðarsamningar voru undirritaðir í Helsingjaborg milli Svía, Dana og Norðmanna.
- 1328 - Davíð, krónprins Skotlands (síðar Davíð 2.) giftist Jóhönnu, dóttur Játvarðs 2. Englandskonungs. Hann var þá fjögurra ára en brúðurin nýorðin sjö ára.
- 1385 - Karl 6. Frakkakonungur gekk að eiga Ísabellu af Bæjaralandi.
- 1429 - Karl 7. var krýndur konungur Frakklands í Reims.
- 1453 - Hundrað ára stríðinu lauk með sigri Frakka í orrustunni við Castillon.
- 1505 - Norska ríkisráðið dæmdi Kai von Ahlefeldt frá hirðstjórn á Íslandi.
- 1601 - Elísabet, dóttir Tycho Brahe, giftist aðalsmanninum Franz Tengnagel í Prag.
- 1676 - Eiturmálið komst í hámæli í Frakklandi þegar Marie-Madeleine-Marguerite d'Aubray var tekin af lífi fyrir að hafa myrt föður sinn og bræður með eitri.
- 1683 - Orrustunni um Penghu lauk á Taívan.
- 1695 - Skotlandsbanki var stofnaður.
- 1743 - Sunnefumál: Sunnefa Jónsdóttir lýsti því yfir á Alþingi að Hans Wium sýslumaður væri faðir að barninu sem hún ól á meðan hún var fangi hans, en ekki Jón bróðir hennar.
- 1751 - Innréttingarnar, hlutafélag um eflingu iðnaðar á Íslandi, voru stofnaðar á Þingvöllum að frumkvæði Skúla Magnússonar landfógeta.
- 1761 - Fyrsti áfangi Bridgewater-skurðarins var opnaður í Bretlandi.
- 1762 - Katrín 2. varð einvaldur í Rússlandi eftir að Pétur 3. var myrtur.
- 1897 - Gullæðið í Klondike hófst.
- 1918 - Nikulás 2. Rússakeisari, kona hans og börn ásamt þjónustufólki tekin af lífi í Ekaterínburg í Rússlandi.
- 1930 - Þýska loftskipið Graf Zeppelin kom til Íslands og flaug yfir alla suðurströnd landsins. Það kom aftur ári síðar.
- 1932 - Á Skólavörðuholti í Reykjavík var afhjúpuð stytta af Leifi heppna Eiríkssyni. Styttan var gjöf Bandaríkjamanna til Íslendinga í tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis árið 1930.
- 1936 - Spænska borgarastyrjöldin hófst.
- 1942 - Orrustan um Stalingrad hófst.
- 1945 - Potsdam-ráðstefnan hófst. Þar hitust Harry S Truman Bandaríkjaforseti, Jósef Stalín, leiðtogi Sovétríkjanna og Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands. Fundur þeirra stóð til 2. ágúst.
- 1946 - Fyrsti landsleikur Íslands í knattspyrnu var leikinn í Reykjavík og voru Danir andstæðingarnir. Leiknum lauk með sigri Dana, 3:0.
- 1963 - Minjasafnið á Akureyri héraðs- og byggðasafn Eyfirðinga, opnaði formlega við Aðalstræti 58 á Akureyri
- 1969 - Bing Crosby leikari og söngvari kom til Íslands og dvaldist í nokkra daga við laxveiðar.
- 1971 - Ítalía og Austurríki gerðu með sér samning um Suður-Týról.
- 1975 - Mannað Appollógeimfar tengdist mönnuðu Sojúsgeimfari á braut um jörðu.
- 1976 - Sumarólympíuleikar voru settir í Montréal.
- 1979 - Einræðisherrann Anastasio Somoza Debayle í Níkaragva sagði af sér og flúði til Miami.
- 1980 - Saddam Hussein var valinn forseti Íraks.
- 1981 - Tvær göngubrýr á Hyatt Regency-hótelinu í Kansas City hrundu með þeim afleiðingum að 114 manns létust.
- 1981 - Ísraelsher gerði sprengjuárás á byggingar í Beirút með þeim afleiðingum að 300 óbreyttir borgarar létust. Aðgerðin var fordæmd um allan heim.
- 1987 - Dow Jones-vísitalan náði 2.500 stigum í fyrsta sinn við lokun markaða.
- 1989 - Langferðabíll með 27 farþega hrapaði niður í 40 metra djúpt gil er hann fór út af veginum á Möðrudalsöræfum. Farþegarnir voru norrænir jarðfræðingar og sluppu flestir þeirra lítt meiddir.
- 1989 - Bandaríska sprengjuflugvélin Northrop Grumman B-2 Spirit flaug jómfrúarflug sitt.
- 1989 - Austurríki sótti um aðild að Evrópubandalaginu.
- 1991 - Arnór Guðjohnsen jafnaði afrek Ríkharðs Jónssonar með því að skora fjögur mörk í landsleik í knattspyrnu gegn Tyrkjum.
- 1992 - Slóvakíska þingið lýsti yfir sjálfstæði Slóvakíu.
- 1994 - Brasilía sigraði Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla með 3-2 sigri á Ítalíu eftir vítaspyrnukeppni.
- 1995 - Samsetta Nasdaq-vísitalan lokaði í yfir 1000 stigum í fyrsta sinn.
- 1996 - Samband portúgölskumælandi landa var stofnað.
- 1996 - TWA flug 800 sprakk undan strönd Long Island í Bandaríkjunum. Allir um borð, 230 manns, fórust.
- 1998 - Bandaríska kvikmyndin Það er eitthvað við Mary var frumsýnd.
- 1998 - 120 lönd samþykktu stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins.
- 1998 - Jarðneskum leifum Nikulásar 2. Rússakeisara og fjölskyldu hans var komið fyrir í kapellu í Sankti Pétursborg.
- 1998 - Jarðskjálfti reið yfir Papúu Nýju-Gíneu með þeim afleiðingum að yfir 2000 létust.
- 1998 - Blóðbaðið í Klečka hófst.
- 2000 - Bashar al-Assad varð forseti Sýrlands.
- 2002 - Apple gaf út safn netþjónshugbúnaðar, .Mac.
- 2006 - Sjávarflóð í kjölfar neðansjávarjarðskjálfta við eyjuna Jövu í Indónesíu olli dauða 630 manns.
- 2007 - Á alþjóðaflugvellinum Congonhas-São Paulo í Brasilíu rann farþegaþota út af flugbraut, yfir stóra umferðaræð á háannatíma og inn í vöruhús, þar sem hún sprakk. Allir um borð og nokkrir aðrir létust, samtals yfir 190 manns.
- 2007 - Öflugur jarðskjálfti í Niigata í Japan olli bruna í stærsta kjarnorkuveri heims, Kashiwazaki-Kariwa-kjarnorkuverinu.
- 2009 - 9 létu lífið í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum í Jakarta í Indónesíu.
- 2011 - Japan sigraði HM kvenna 2011 með sigri á liði Bandaríkjanna.
- 2012 - Rauði krossinn lýsti því yfir að borgarastyrjöld væri hafin í Sýrlandi og þar með gildistöku alþjóðlegra mannúðarlaga.
- 2014 - Malaysia Airlines flug 17, með 298 manns innanborðs, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu.
- 2014 - Ísraelsher gerði innrás í Gasaströndina.
- 2014 - Íþróttafélagið Mílan var stofnað á Selfossi.
- 2015 - Miklir skógareldar hófust í nágrenni Aþenu á Grikklandi vegna hitabylgju.
- 2018 - Frakkar sigruðu Króatíumenn í úrslitaleik heimsmeistaramóti landsliða í knattspyrnu karla og hrepptu heimsmeistaratitilinn í annað skipti í sögu keppninnar.
- 2018 - Stærsti tvíhliða viðskiptasamningur sögunnar var undirritaður milli Evrópusambandsins og Japans.
- 2019 – Eiturlyfjabaróninn Joaquín "El Chapo" Guzmán var dæmdur í lífstíðarfangelsi og 30 ár að auki.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 607 - Alí ibn Abu Talib, fylgismaður Múhameðs (d. 661).
- 1674 - Isaac Watts, enskt sálmaskáld (d. 1748).
- 1744 - Elbridge Gerry, bandarískur stjórnmálamaður (d. 1814).
- 1814 - Amanz Gressly, svissneskur jarðfræðingur (d. 1865).
- 1846 - Eiríkur Briem, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1929).
- 1880 - Héctor Rivadavia Gómez, úrúgvæskur knattspyrnuforkólfur (d. 1931).
- 1883 - Mauritz Stiller, sænskur leikstjóri (d. 1928).
- 1888 - Shmuel Yosef Agnon, ísraelskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1970).
- 1899 - James Cagney, bandarískur leikari (d. 1986).
- 1909 - Guðmundur Í. Guðmundsson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1987).
- 1917 - Phyllis Diller, bandarísk leikkona og grínisti (d. 2012).
- 1931 - Caroline Graham, enskt leikskáld.
- 1935 - Donald Sutherland, kanadískur leikari.
- 1938 - Bragi Kristjónsson, íslenskur bóksali.
- 1939 - Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans.
- 1947 - Camilla, hertogaynja af Cornwall.
- 1948 - Ögmundur Jónasson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1949 - Geezer Butler, breskur bassaleikari.
- 1952 - David Hasselhoff, bandariskur leikari.
- 1954 - Angela Merkel, þýskur stjórnmálamaður og kanslari Þýskalands frá 2005.
- 1955 - Valgerður Gunnarsdóttir, íslenskur skólameistari.
- 1961 - António Costa, forsætisráðherra Portúgals.
- 1963 - Ólafur Þór Gunnarsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1966 - Ármann Kr. Ólafsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1970 - Gavin McInnes, breskur fjölmiðlamaður.
- 1976 - Anders Svensson, saenskur knattspyrnuleikari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 855 - Leó 4. páfi.
- 924 - Játvarður eldri Englandskonungur.
- 1048 - Benedikt 9. páfi.
- 1086 - Knútur helgi Danakonungur (f. um 1043).
- 1210 - Sörkvir yngri Karlsson, Svíakonungur (f. 1164).
- 1399 - Heiðveig, drottning (konungur) Póllands.
- 1627 - Jón Þorsteinsson píslarvottur, íslenskur prestur (f. um 1570).
- 1762 - Pétur 3. Rússakeisari (f. 1728).
- 1790 - Adam Smith, skoskur heimspekingur og hagfræðingur (f. 1723).
- 1793 - Charlotte Corday, frönsk byltingarkona (f. 1768).
- 1845 - Charles Grey, jarl af Grey, forsætisráðherra Bretlands (f. 1764).
- 1918 - Nikulás 2. Rússakeisari (f. 1868), Alexandra Fjodorovna keisaraynja (f. 1872) og börn þeirra: Olga Nikolaevna (f. 1895), Tatjana Nikolaevna (f. 1897), Anastasía Nikolaevna (f. 1901) og Alexei Nikolajevits (f. 1904).
- 1928 - Giovanni Giolitti, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1842).
- 1944 - Guðmundur Finnbogason, íslenskur heimspekingur (f. 1873).
- 1947 - (líklega]) Raoul Wallenberg, sænskur athafnamaður (f. 1912).
- 1959 – Billie Holiday, bandarísk söngkona (f. 1915).
- 1996 - Hringur Jóhannesson, íslenskur myndlistarmaður (f. 1932).
- 2002 - Joseph Luns, hollenskur stjórnmálamaður (f. 1911).
- 2005 - Edward Heath, breskur stjórnmálamaður (f. 1916).
- 2009 - Walter Cronkite, bandarískur fréttamaður (f. 1916).
- 2011 - Takaji Mori, japanskur knattspyrnumaður (f. 1943).