Giovanni Giolitti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Giolitti á efri árum

Giovanni Giolitti (27. október 184217. júlí 1928) var ítalskur stjórnmálamaður sem setti mikinn svip á ítölsk stjórnmál kringum aldamótin 1900. Hann var forsætisráðherra Ítalíu fimm sinnum milli 1892 og 1921.

Hann hóf stjórnmálaferil sinn í hóp hófsamra frjálslyndra stjórnmálamanna umhverfis Francesco Crispi og gerðist fjármálaráðherra í annarri ríkisstjórn Crispis 1890. Hann var af nýrri kynslóð borgaralegra stjórnmálamanna sem ekki hafði tekið þátt í baráttunni fyrir sameiningu Ítalíu.

Hann varð fyrst forsætisráðherra árið 1892 en sú stjórn fór illa vegna þess hve hann var tregur til að beita valdi gegn óeirðum sem blossuðu upp (meðal annars vegna efnahagsþrenginga og hækkandi verðs á nauðsynjavörum), orðrómur um að hann hygðist taka upp þrepaskiptan tekjuskatt og að lokum Banca Romana-hneykslið gerðu það að verkum að hann neyddist til að segja af sér í desember árið 1893 og Crispi tók við völdum.

Crispi var fulltrúi borgaralegu aflanna en af ýmsum ástæðum lenti sú hugmyndafræði sem hann stóð fyrir í kreppu undir aldamótin og 1903 var Giolitti aftur orðinn forsætisráðherra, að þessu sinni í hópi lýðræðissinna til vinstri í þinginu sem reyndu að sætta sjónarmið borgarastéttarinnar og verkafólks. Stjórn Giolittis stóð þannig fyrir þjóðnýtingu járnbrautanna og tryggingafélaga og vildi efla efnahagslífið með því að viðhalda stöðugleika í fjármálum og standa fyrir opinberum framkvæmdum. Aðgerðir stjórnarinnar í efnahagsmálum komu einkum stórum iðnfyrirtækjum til góða og iðnaður efldist til muna, einkum á Norður-Ítalíu, en landbúnaðarhéruðum í suðurhluta landsins hnignaði að sama skapi og skipulögð glæpastarfsemi blómstraði.


Fyrirrennari:
Antonio Starabba
Forsætisráðherra Ítalíu
(1892 – 1893)
Eftirmaður:
Francesco Crispi
Fyrirrennari:
Giuseppe Zanardelli
Forsætisráðherra Ítalíu
(1903 – 1905)
Eftirmaður:
Tommaso Tittoni
Fyrirrennari:
Sidney Sonnino
Forsætisráðherra Ítalíu
(1906 – 1909)
Eftirmaður:
Sidney Sonnino
Fyrirrennari:
Luigi Luzzatti
Forsætisráðherra Ítalíu
(1911 – 1914)
Eftirmaður:
Antonio Salandra
Fyrirrennari:
Francesco Saverio Nitti
Forsætisráðherra Ítalíu
(1920 – 1921)
Eftirmaður:
Ivanoe Bonomi