1695
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1695 (MDCXCV í rómverskum tölum) var 95. ár 17. aldar sem hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en þriðjudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Ísland
[breyta | breyta frumkóða]- 14. apríl - Hafís barst inn á Faxaflóa í fyrsta sinn síðan 1615. Ísinn barst suður með Austurlandi og svo vestur með Suðurlandi og fyrir Reykjanes.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Jens Jörgensen varð landfógeti.
- Björn Jónsson sýslumaður bannaði Jörfagleði í Haukadal í Dalasýslu.
- Þórður Þorkelsson Vídalín samdi fyrsta íslenska jöklaritið.
- Fyrsta prentaða útgáfa Færeyinga sögu kom út á latínu í þýðingu Þormóðs Torfasonar í Kaupmannahöfn.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- Erlendur Magnússon, skólameistari í Skálholtsskóla og (d. 1724)
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- Andrés Iversen, landfógeti
- 20. desember - Guðmundur Ólafsson, íslenskur fornritafræðingur (f. um 1640).
Opinberar aftökur
[breyta | breyta frumkóða]- Þuríði Bjarnadóttur frá Bolungarvík var drekkt á Alþingi fyrir dulsmál og blóðskömm.[1]
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 27. janúar - Mústafa 2. varð Tyrkjasoldán.
- 10. mars - Níu ára stríðið: 1.300 franskir hermenn voru drepnir eða fangaðir af smærri spænskum her.
- 27. apríl - Stríð Rússa og Tyrkja: Rússar sendu 31.000 hermenn við virki Ottóman-Tyrkja við fljótið Don. Þeir hörfuðu í október sama ár.
- 18. maí - Jarðskjálfti í Shansi-héraði í Kína. Yfir 50.000 létust.
- 17. júlí - Skotlandsbanki var stofnaður.
- 13. ágúst - 15. ágúst - Níu ára stríðið: Frakkar gerðu loftárásir á Brussel. Þriðjungur borgarinnar eyðilagðist.
- 31. desember - Sérstakur gluggaskattur varð til þess að margir verslunareigendur í Bretlandi múruðu upp í verslunarglugga sína.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Potalahöll í Tíbet var fullbyggð eftir hálfrar aldar framkvæmdir.
- Hungursneyðir í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Eistlandi, Lettlandi og Skotlandi.
- Johanne Nielsdatter var sú síðasta sem tekin var af lífi fyrir galdra í Noregi.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 3. september - Pietro Locatelli, ítalskt tónskáld (d. 1764).
- 5. september - Carl Gustaf Tessin, sænskur stjórnmálamaður (d. 1770).
- 5. október - John Glas, skoskur trúarleiðtogi (d. 1773).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 6. febrúar - Akmeð 2. Tyrkjasoldán (f. 1643).
- 13. apríl - Jean de la Fontaine, franskur rithöfundur (f. 1621).
- 30. maí - Pierre Mignard, franskur listmálari (f. 1612).
- 8. júlí - Christiaan Huygens, hollenskur stærðfræðingur (f. 1629).
- 20. nóvember - Zumbi, brasilískur foringi afrískra flóttaþræla.
- 21. nóvember - Henry Purcell, enskt tónskáld (f. um 1659).
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.