14. nóvember
Útlit
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
2024 Allir dagar |
14. nóvember er 318. dagur ársins (319. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 47 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1305 - Raymond Bertrand de Got varð Klemens 5. páfi.
- 1417 - Vopnahléssamningur var gerður í Slésvík milli Kalmarsambandsins og greifanna í Holtsetalandi.
- 1501 - Arthúr prins af Wales gekk að eiga Katrínu af Aragóníu. Hún varð síðar kona bróður hans, Hinriks 8.
- 1642 - Hollenski landkönnuðurinn Abel Tasman uppgötvaði Van Diemens-land sem síðar var nefnt Tasmanía.
- 1643 - Meishō keisaraynja í Japan sagði af sér og Kōmyō annar tók við embættinu.
- 1659 - Danir og Hollendingar tóku sænskar hersveitir á Fjóni til fanga eftir orrustuna um Nyborg.
- 1665 - Konungslögin um einveldið í Danmörku voru undirrituð af Friðriki 3..
- 1894 - Sjómannafélagið Báran var stofnað í Reykjavík.
- 1909 - Kotstrandarkirkja í Ölfusi var vígð.
- 1917 - Staðfest voru lög um sjálfræði og fjárræði manna á Íslandi. Samkvæmt þeim urðu menn sjálfráða 16 ára og fjárráða 21 árs. Síðar lækkaði fjárræðisaldur í 20 ár þann 19. desember 1967 og í 18 ár þann 1. október 1979.
- 1922 - Breska ríkisútvarpið BBC hóf útsendingar.
- 1930 - Hitaveita Reykjavíkur var tekin í notkun með 2800 metra langri heitavatnslögn frá þvottalaugunum í Laugardal. Þetta var fyrsta hitaveita á Íslandi og tengdust henni 70-80 hús, þar á meðal Sundhöllin og Landspítalinn.
- 1940 - 500 þýskar sprengjuflugvélar réðust á Coventry í Englandi og lögðu borgina í rúst. Dómkirkjan í Coventry brann til grunna.
- 1956 - Togarinn Fylkir sigldi á tundurdufl norður af Straumnesi og sökk. Öll áhöfnin bjargaðist um borð í togarann Hafliða.
- 1963 - Ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar tók við völdum og sat í tæplega sjö ár. Hún var hluti svokallaðrar viðreisnarstjórnar.
- 1963 - Surtseyjargossins varð vart um klukkan sjö að morgni að staðartíma á Íslandi.
- 1970 - Bílgreinasambandið var stofnað á Íslandi.
- 1971 - Shenouda 3. varð Alexandríupáfi.
- 1972 - Dow Jones-vísitalan fór yfir þúsund stig í fyrsta skipti.
- 1975 - Spánverjar hurfu frá Vestur-Sahara.
- 1982 - Lech Wałęsa var sleppt úr fangelsi í Póllandi.
- 1984 - Borgarstjórinn Cesar Climaco, andstæðingur forseta Filippseyja Ferdinand Marcos, var myrtur.
- 1985 - Hólmfríður Karlsdóttir var kjörin Ungfrú heimur 22 ára gömul.
- 1989 - SWAPO vann sigur í kosningum í Namibíu.
- 1991 - Norodom Sihanouk sneri aftur til Kambódíu eftir 13 ára útlegð.
- 2003 - Vísindamenn í San Diego uppgötvuðu dvergreikistjörnuna 90377 Sedna.
- 2007 - Jarðskjálfti upp á 7,7 á Richter skók Chile.
- 2007 - Háhraðalest frá London að Ermarsundsgöngunum, High Speed 1, var opnuð.
- 2009 - Haldinn var um 1.500 manna þjóðfundur í Laugardalshöll í Reykjavík um framtíðarstefnu Íslands.
- 2010 - Bandaríska teiknimyndin Ævintýralegur flótti var frumsýnd.
- 2011 - Sýrlandi var vikið úr Arababandalaginu.
- 2011 - AMD kynnti fyrsta 16-kjarna örgjörvann.
- 2012 - Ísraelsstjórn hóf Varnarsúluaðgerðina gegn starfsemi Hamas á Gasaströndinni. Næstu viku voru 140 Palestínumenn drepnir, þar á meðal Ahmed Jabari, herforingi Hamas.
- 2013 - Dýrasti demantur heims, Pink Star, var seldur á 83 milljónir dala.
- 2021 - Óvenjumiklar rigningar ollu flóðum í norðvesturríkjum Bandaríkjanna.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1567 - Mórits af Nassá, Óraníufursti (d. 1625).
- 1650 - Vilhjálmur 3. Óraníufursti (d. 1702).
- 1719 - Leopold Mozart, austurrískt tónskáld (d. 1787).
- 1765 - Robert Fulton, bandarískur verkfræðingur og uppfinningamaður (d. 1815).
- 1779 - Adam Gottlob Oehlenschläger, danskt skáld (d. 1850).
- 1805 - Fanny Mendelssohn, þýskt tónskáld og píanóleikari. (d. 1847).
- 1840 - Claude Monet, franskur listamaður (d. 1926).
- 1856 - Þórður J. Thoroddsen, íslenskur læknir (d. 1939).
- 1889 - Jawaharlal Nehru, indverskur stjórnmálamaður (d. 1964).
- 1894 - Pétur J.H. Magnússon, íslenskur knattspyrnumaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (d. 1963).
- 1907 - Astrid Lindgren, sænskur rithöfundur (d. 2002).
- 1917 - Park Chung-hee, suðurkóreskur stjórnmálamaður (d. 1979).
- 1908 - Joseph McCarthy, bandarískur stjórnmálamaður (d. 1957).
- 1922 - Boutros Boutros-Ghali, aðalritari Sameinuðu þjóðanna (d. 2016).
- 1922 - Veronica Lake, bandarísk leikkona (d. 1973).
- 1933 - Ingibjörg Jónsdóttir, íslenskur rithöfundur (d. 1986).
- 1935 - Hússein Jórdaníukonungur (d. 1999).
- 1939 - Andri Ísaksson, íslenskur prófessor í uppeldisfræði (d. 2005).
- 1944 - Björn Bjarnason, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1948 - Karl 3. Bretakonungur.
- 1953 - Þorsteinn B. Sæmundsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1954 - Logi Ólafsson, íslenskur knattspyrnuþjálfari.
- 1954 - Condoleezza Rice, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1964 - Patrick Warburton, bandarískur leikari og uppistandari.
- 1972 - Josh Duhamel, bandarískur leikari.
- 1972 - Edyta Górniak, pólsk tónlistarkona.
- 1974 - Brynja Þorgeirsdóttir, íslensk dagskrárgerðarkona.
- 1975 - Luiz Bombonato Goulart, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1977 - Brian Dietzen, bandarískur leikari.
- 1984 - Marija Šerifović, serbnesk söngkona.
- 1985 - Thomas Vermaelen, belgískur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1263 - Alexander Nevskíj, stórhertogi af Hólmgarði.
- 1522 - Anna af Frakklandi, hertogaynja af Bourbon og ríkisstjóri Frakklands 1483-1491 (f. 1461).
- 1635 - Magnús Arason, sýslumaður á Reykhólum (f. 1599).
- 1716 - Gottfried Wilhelm von Leibniz, þýskur stærðfræðingur og heimspekingur (f. 1646).
- 1734 - Louise de Kérouaille, frönsk hjákona Karls 2. Bretakonungs (f. 1649).
- 1817 - Policarpa Salavarrieta, kólumbísk sjálfstæðishetja (f. í kringum 1795).
- 1831 - Georg Wilhelm Friedrich Hegel, þýskur heimspekingur (f. 1770).
- 1832 - Rasmus Kristján Rask, danskur málfræðingur (f. 1787).
- 1918 - Torfhildur Hólm, íslenskur rithöfundur (f. 1845).
- 1938 - Hans Christian Gram, danskur örverufræðingur (f. 1853).
- 1942 - Hallgrímur Hallgrímsson, íslenskur verkalýðsleiðtogi (f. 1910).
- 1966 - Steingrímur Steinþórsson, forsætisráðherra Íslands (f. 1893).
- 1970 - Þórir Bergsson, íslenskur rithöfundur (f. 1885).
- 1983 - Tómas Guðmundsson, íslenskt skáld (f. 1901).