Boutros Boutros-Ghali
Boutros Boutros-Ghali | |
---|---|
Ⲡⲉⲧⲣⲟⲥ Ⲡⲉⲧⲣⲟⲥ-Ⲅⲁⲗⲓ بطرس بطرس غالي | |
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna | |
Í embætti 1. janúar 1992 – 31. desember 1996 | |
Forveri | Javier Pérez de Cuéllar |
Eftirmaður | Kofi Annan |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 14. nóvember 1922 Kaíró, Egyptalandi |
Látinn | 16. febrúar 2016 (93 ára) Kaíró, Egyptalandi |
Þjóðerni | Egypskur |
Maki | Leia Maria Boutros-Ghali |
Trúarbrögð | Koptíska rétttrúnaðarkirkjan |
Háskóli | Háskólinn í Kaíró Parísarháskóli Sciences Po |
Undirskrift |
Boutros Boutros-Ghali (بطرس بطرس غالي á arabísku) (14. nóvember 1922 – 16. febrúar 2016) var egypskur stjórnmálamaður og erindreki sem var aðalritari Sameinuðu þjóðanna frá janúar 1992 til desember 1996. Boutros-Ghali var menntamaður og fyrrverandi varautanríkisráðherra Egyptalands. Á meðan hann gegndi aðalritaraembættinu þurftu Sameinuðu þjóðirnar að bregðast við ýmsum hamförum, þar á meðal upplausn Júgóslavíu og þjóðarmorðinu í Rúanda. Boutros-Ghali er eini aðalritari Sameinuðu þjóðanna sem sat aðeins eitt kjörtímabil í embætti þar sem Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu gegn útnefningu hans í annað sinn.[1] Eftir að hann lét af embættinu gerðist hann aðalritari Samtaka frönskumælandi ríkja frá 16. nóvember 1997 til 31. desember 2002.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „„Engin niðurlæging heldur orða á brjóstið"“. Dagblaðið Vísir. 23. nóvember 1996. bls. 30.
Fyrirrennari: Javier Pérez de Cuéllar |
|
Eftirmaður: Kofi Annan |