Fara í innihald

Claude Monet

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Claude Monet, 1886
Impression, soleil levant eftir Monet sem impressjónisminn heitir eftir.

Claude Monet (14. nóvember 18406. desember 1926) var franskur listmálari sem er einn af upphafsmönnum impressjónismans; listastefnu sem kom upp meðal listamanna í París á síðari hluta 19. aldar. Hann fékkst fyrst og fremst við landslagsmálverk sem hann málaði undir berum himni.

Monet var giftur Camille Doncieux og áttu þau synina Jean og Michel. Eftir dauða Camille árið 1879 fór Monet að búa hjá Alice Hochedé sem sjálf átti 6 börn. Þegar fréttir bárust af dauða Ernest Hochedé 1892 gátu Alice og Monet loksins gift sig. Þau bjuggu í bænum Giverny en í garðinum þar málaði Monet margar frægustu myndir sínar.

  Þetta æviágrip sem tengist myndlist og Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.