Fara í innihald

Lech Wałęsa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lech Wałęsa
Wałęsa árið 2009.
Forseti Póllands
Í embætti
22. desember 1990 – 22. desember 1995
ForsætisráðherraTadeusz Mazowiecki
Jan Krzysztof Bielecki
Jan Olszewski
Waldemar Pawlak
Hanna Suchocka
Waldemar Pawlak
Józef Oleksy
ForveriWojciech Jaruzelski
EftirmaðurAleksander Kwaśniewski
Persónulegar upplýsingar
Fæddur29. september 1943 (1943-09-29) (80 ára)
Popowo, Póllandi
ÞjóðerniPólskur
StjórnmálaflokkurBorgaraflokkurinn (2001–)
MakiMirosława Danuta Gołoś (g. 1969)
Börn8
Verðlaun Friðarverðlaun Nóbels
Undirskrift

Lech Wałęsa (fæddur 29. september 1943 í Popowo Póllandi) var leiðtogi verkalýðsfélagsins Samstöðu og forseti Póllands frá 22. desember 1990 til 23. desember 1995. Árið 1983 hlaut Lech friðarverðlaun Nóbels. Lech starfaði sem rafvirki í Lenín Skipasmíðastöðinni í Gdansk frá árinu 1967 til 1976 og aftur í nokkra mánuði árið 1980. Árið 1969 kvæntist Lech Danuta Gołoś og eiga þau 8 börn.

Lech var dæmdur fyrir andfélagslega hegðun, vegna verkfalls sem hann efndi til árið 1970 og sat í eitt ár í fangelsi. Lech var handsamaður nokkrum sinnum árið 1979 fyrir að skipuleggja samtök fjandsamleg ríkinu. Í águst 1980 varð Lech að leiðtoga verkfallsmanna í Gdansk og fylgdu verkamenn víðar um Pólland í kjölfar verkfallsmanna í Gdansk með ólöglegum verkföllum. Í september heimilaði stjórn komúnista lögleg félagssamtök. Verkfallsmenn gerðu Samstöðu að löglegum samtökum og var Lech kjörinn formaður Samstöðu. 11. desember 1981 var Lech auk ríflega 1.000 félagsmönnum í Samstöðu handsamaður. Þann 13. desember 1981 lýsti Wojciech Jaruzelski því yfir að herlög giltu í landinu. Lech losnaði ekki úr haldi fyrr en 14. nóvember 1982. Þó Lech væri formlega titlaður verkamaður í skipasmíðastöðinni var hann í raun í stofufangelsi til ársins 1987. Danuta kona Lechs tók við Friðarverðlaunum Nóbels að honum fjarstöddum, andvirði verðlaunanna ánafnaði hann Samstöðu.

Árið 1988 efndi Lech enn á ný til verkfalls, að þessu sinni með það fyrir augum að Samstaða yrði viðurkennd á ný og fengi á ný sinn áður unna lögmæta sess sem verkalýðsfélag. Að átta dögum liðnum féllust stjórnvöld á að ræða við Samstöðu, viðræðurnar leiddu til þess að Samstaða varð viðurkennd sem verkalýðsfélag og efnt yrði til hálffrjálsra þingkosninga. Samstaða var sigurvegari þingkosninganna 1989. Fyrir árslok 1989 hafði Lech náð að mynda fyrstu ríkisstjórn í Varsjárbandalagslandi án þátttöku kommúnista. 9. desember 1990 vann Lech pólsku forsetakosningarnar. Hann var gagnrýndur í forsetatíð sinni og tapaði forsetakosningunum 1995 Þrátt fyrir að hafa breytt Póllandi úr kommúnísku ríki með þvingandi stjórn og veikan efnahag í sjálfstætt lýðræðisríki með hagvexti. Í forseta kosningunum árið 2000 hlaut Lech um 1% atkvæða. 10. maí 2004 var alþjóðlegi flugvöllurinn í Gdańsk nefndur eftir Lech; Gdańsk Lech Wałęsa flugvöllur.


Fyrirrennari:
Wojciech Jaruzelski
Forseti Póllands
(22. desember 199022. desember 1995)
Eftirmaður:
Aleksander Kwaśniewski


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.