1702
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1702 (MDCCII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Árni Magnússon og Páll Vídalín sendir til Íslands til að gera jarðabók. Verkið tók þá meira en áratug.
- Ný verðskrá sett fyrir einokunarverslunina. Hún var óbreytt til 1776.
- Páll Pétursson Beyer varð landfógeti.
- Magnús Jónsson varð skólameistari í Skálholti en drukknaði sama ár. Magnús Markússon tók við af honum.
- Eldgos varð í Vatnajökli.
- Breiðamerkurjökull gekk yfir bæjarstæði Breiðumerkur og hafði þá eytt allri sveitinni sem áður var austan Öræfa.
Fædd
- Loftur Þorsteinsson (Galdra-Loftur).
Dáin
- 23. mars - Magnús digri Jónsson í Vigur og Ögri (f. 1637).
- 22. september - Magnús Jónsson, skólameistari í Skálholti.
- Oddur Eyjólfsson, prestur í Holti (f. um 1632).
Opinberar aftökur
Níu opinberar aftökur eru skrásettar í annálum og Alþingisbókum þessa árs, allar fyrir þjófnað:
- 12. júlí - Ásmundur Marteinsson, 42 ára, hengdur á Alþingi fyrir þjófnað.
- Ólafur Jónsson hengdur í Borgarfirði fyrir þjófnað.
- Þrír ónafngreindir karlmenn hengdir fyrir þjófnað á Suðurnesjum.
- Þrír ónafngreindir karlmenn hengdir fyrir þjófnað í Gullbringusýslu.
- Einn ónafngreindur karlmaður hengdur að auki, á Norðurlandi, fyrir þjófnað.[1]
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 8. mars - Anna Stúart varð drottning Englands eftir lát Vilhjálms mágs síns. Hann lést 3. mars eftir að hafa fallið af hestbaki.
- 11. mars - Fyrsta enska dagblaðið, The Daily Courant, hóf útkomu í London.
- 14. maí: Spænska erfðastríðið: Bandalagið mikla ( England, Holland og Heilaga rómverska keisaradæmið) lýsti stríði á hendur Frakklandi.
- 16. maí og 19. maí - Uppsalir og Björgvin eyðilögðust að mestu í eldi.
- Maí - Norðurlandaófriðurinn mikli: Karl 12. Svíakonungur hertók Varsjá.
- 14. október - Spænska erfðastríðið: Ensk-hollenskur her hertók höfnina í Cádiz og tóku eða eyðilögðu spænsk og frönsk skip.
- 14. desember - John Churchill var sæmdur nafnbótinni hertogi af Marlborough.
Fædd
- 27. mars - Johann Ernst Eberlin, þýskt tónskáld (d. 1762).
- 4. september - Legall de Kermeur, franskur skákmaður (d. 1792)
Dáin
- 17. febrúar - Peder Syv, danskur málvísindamaður (f. 1631).
- 8. mars - Vilhjálmur 3. Englandskonungur (f. 1650).
- 27. apríl - Jean Bart, franskur flotaforingi (f. 1651).
- 17. september - Olof Rudbeck, sænskur vísindamaður (f. 1630)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Öll gögn um framangreindar aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.