Sundhöll Reykjavíkur

Sundhöllin í Reykjavík er íslensk innanhússundlaug við Barónstíg í Reykjavík. Sundhöllin var vígð 23. mars 1937 og var byggð fyrir 650 þúsund krónur. Það var Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins sem teiknaði bygginguna.
Ólafur Kalstað Þorvarðsson varð árið 1936 fyrsti forstjóri Sundhallarinnar.
Árið 2013 var ákveðið að reisa útisundlaug við Sundhöllina. Heba Hertervig, Karl Magnús Karlsson og Ólafur Óskar Axelsson hjá VA Arkitektum hönnuðu laugina sem var opnuð í desember 2017.
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
- Upplýsingasíða Reykjavíkurborgar
- Sundhöllin, Morgunblaðið 23. mars 1937
- Synt og syndgað mót lögum; grein í Morgunblaðinu 1990 Geymt 2016-03-05 í Wayback Machine
- Sundhöllin 75 ára