Kalmarsambandið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Kista Margrétar I í dómkirkjunni í Hróarskeldu

Kalmarsambandið var net konungssambanda milli Norðurlandanna Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur sem sameinaði þessi lönd undir einn konung 1397. Þetta þýddi þó ekki að löndin yrðu eitt ríki og ríkisráð og stéttaþing landanna störfuðu áfram sjálfstætt. Sambandið styrkti stöðu aðalsins í löndunum gagnvart vaxandi áhrifum Hansakaupmanna. Hagsmunaárekstrar urðu að lokum til þess að sambandið leystist upp með því að Svíar losuðu sig endanlega undan Danakonungum í kjölfar Stokkhólmsvíganna 1520 og gerðu Gústaf Vasa að konungi. Eftir stóð þá Danmörk-Noregur í konungssambandi sem stóð til 1814 og Ísland og Færeyjar urðu hlutar þess ríkis, en höfðu verið í konungssambandi við Noreg áður.

Kalmarsambandið var myndað af Margréti miklu, dóttur Valdimars Atterdag í sænsku borginni Kalmar, eftir sigur sameinaðs hers Dana og Svía á her sænska konungsins, Alberts af Mecklenburg.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi sögugrein sem tengist Svíþjóð og Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.