Fara í innihald

Marija Šerifović

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Marija Šerifović

Marija Šerifović (serbnesk-kýrillíska: Марија Шерифовић, fædd 14. nóvember 1984 í Kragujevac) er serbnesk söngkona og sigurvegari söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2007.

Tónlistarferill

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta breiðskífa Mariju var Naj, najbolja („Hið allra besta“) sem kom út árið 2003. Lagið „Znaj da znam“ („Þú ættir að vita að ég veit“) en lagið samdi Darko Dimitrov. Sumarið 2005 gaf Marija út smáskífuna Agonija sem var ábreiða (e. cover) af lagi Despina Vandi, Olo lipis.

Önnur breiðskífa söngkonunar nefnist Bez ljubavi („Án ástar“) og kom út 2006. Snemma árs 2007 kom önnur smáskífa hennar út og nefnist Bez tebe („Án þín“). 28. júní 2007 kom safnaplatan „Marija Serifovic: Molitva - The best of“ út.

Tónlistarhátíðir

[breyta | breyta frumkóða]

Á Budva-tónlistarhátíðinni árið 2003 söng Marica lagið Gorka čokolada („Biturt súkkulaði“) sem, eins og Znaj da znam, var ú smiðju Darko Dimitrov. Ári seinna kom hún á ný fram á hátíðinni en þá með lagið Bol do ludila („Særir fram í vitfirringu“) og sigraði þar með keppnina. Lagið komst einnig í efsta sæti vinsældalista þar í landi.

Árið 2005 lenti lag Mariju Ponuda í 18. sæti í undankeppni Serbíu og Svartfjallalands fyrir söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Sama ár tók hún þátt í útvarpshátíð Serbíu og sigraði með laginu U nedelju („Á sunnudag“). Hún hlaut einnig verðlaun fyrir besta sönginn.

Marija hélt fyrstu tónleika sína 21. febrúar 2007 í Belgrad fyrir um 4.000 áhorfendur.

Beovizija og söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöva 2007

[breyta | breyta frumkóða]

Marija sigraði Beovizija, undankeppni Serbíu fyrir söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 8. mars 2007 en hún söng lagið Molitva („Bæn“). Hún varð því fyrsti keppandi Serbíu í Eurovision. Hún komst í gegnum undankeppnina í Helsinki og sigraði úrslitakeppnina með Þýskaland og Úkraínu sem 2. og 3. sæti.