Fara í innihald

Kotstrandarkirkja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kotstrandarkirkja
Kotstrandarkirkja
Ölfusi (21. september 2007) Jóna Þórunn Ragnarsdóttir
Almennt
Byggingarár:  1909
Kirkjugarður:  Við kirkjuna, hlaðinn steinveggur á tvo vegu
Arkitektúr
Efni:  Járnklætt timbur
Stærð: ~200 m²
Kirkjurýmið
Altari: Altaristafla úr Reykjakirkju
Sæti:  Fyrir 200 manns

Kotstrandarkirkja er kirkja að Kotströnd í Ölfusi. Hún var byggð 1909 og vígð þann 14. nóvember eftir að ákveðið var að leggja niður kirkjurnar að Reykjum og Arnarbæli. Kotstrandarkirkja hefur verið útkirkja frá Hveragerði frá 1940 en þangað til sat presturinn að Arnarbæli og þjónaði Hjalla-, Selvogs- og Kotstrandarkirkju. Hvergerðingar sóttu kirkju að Kotströnd þar til þeirra kirkja var fullbúin.

Kirkjugarðurinn að Kotströnd markast af hlöðnum steinvegg á tvo vegu. Hann þjónar einnig Hveragerðiskirkju.