Park Chung-hee

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Park Chung-hee
박정희
Forseti Suður-Kóreu
Í embætti
17. desember 1963 – 26. október 1979
ForsætisráðherraKim Hyun-chul
Choi Tu-son
Chung Il-kwon
Paik Too-chin
Kim Jong-pil
Choi Kyu-hah
ForveriYun Posun
EftirmaðurChoi Kyu-hah (starfandi)
Persónulegar upplýsingar
Fæddur14. nóvember 1917
Kameo, japönsku Kóreu (nú Suður-Kóreu)
Látinn26. október 1979 (61 árs) Seúl, Suður-Kóreu
DánarorsökMyrtur
StjórnmálaflokkurDemókratískir repúblikanar
MakiKim Ho-nam (g. 1936; skilin 1950); Yuk Young-soo (g. 1950; d. 1974)
TrúarbrögðBúddisti[1]
BörnPark Jae-ok, Park Geun-hye, Park Geun-ryoung, Park Ji-man
HáskóliJapanska hernaðarakademían; kóreska hernaðarakademían
StarfHermaður, stjórnmálamaður
Undirskrift

Park Chung-hee (14. nóvember 1917 – 26. október 1979) var suðurkóreskur stjórnmálamaður sem var forseti Suður-Kóreu frá árinu 1963 þar til hann var ráðinn af dögum árið 1979. Hann tók við embætti forseta eftir að hafa í fyrstu ráðið yfir herstjórn landsins eftir valdarán þann 16. maí 1961. Fyrir forsetatíð sína var hann formaður Hæstaráðs þjóðarviðreisnar frá 1961 til 1963 og hafði þar áður verið herforingi í suðurkóreska hernum.

Valdarán Parks batt enda á bráðabirgðaríkisstjórn annars Kóreulýðveldisins og kjör hans til forseta árið 1963 kom á fót þriðja Kóreulýðveldinu. Árið 1972 kom Park á herlögum og umbreytti stjórnarskránni til að gera hana mun gerræðislegri. Þar með var stofnað fjórða Kóreulýðveldið.

Eftir að hafa lifað af margar morðtilraunir, þar af tvær af hálfu Norður-Kóreumanna, var Park ráðinn af dögum þann 26. október 1979 af návini sínum og bandamanni, Kim Jae-gyu, formanni suðurkóresku leyniþjónustunnar.[2] Kim myrti einnig Cha Ji-chul, foringja öryggisþjónustu forsetans. Eftir morðið var hann handtekinn ásamt vitorðsmönnum sínum, pyntaður, sakfelldur og tekinn af lífi á meðan Choi Kyu-hah forsætisráðherra gerðist bráðabirgðaforseti. Hershöfðinginn Chun Doo-hwan var fljótur að ná völdum eftir að öryggismálastjórn hans var falið að rannsaka óvænt morðið á forsetanum. Enn er óvíst hvort morðið var skyndiákvörðun, stundarbrjálæði eða undirbúið með fyrirvara og deilt er um ásetning Kims Jae-gyu.

Hagvöxtur hélt áfram eftir dauða Parks og lýðræði var að endingu komið á. Sumir síðari forsetar voru fyrrverandi andófsmenn sem höfðu verið handteknir í stjórnartíð Parks. Almenningur Suður-Kóreu hefur talið Park besta forseta landsins en hann er þó umdeildur í stjórnmálaumræðu. Aðdáendur hans þakka honum fyrir að viðhalda hagvexti eftir Kóreustríðið sem nútímavæddi Suður-Kóreu en gagnrýnendur líta á hann sem einræðisherra sem kramdi alla andstöðu og lagði of mikla áherslu á efnahaginn og samfélagsstöðugleika á kostnað mannréttinda.

Forsetabókasafn Parks Chung-hee var opnað árið 2012.[3] Þann 25. febrúar árið eftir var dóttir Parks, Park Geun-hye, kjörin fyrsti kvenforseti Suður-Kóreu og gegndi því embætti þar til hún neyddist til að segja af sér í kjölfar hneykslismála árið 2017.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Chambers, John H. (2008). Everyone's History. United States of America: Author Solutions. bls. 698.
  2. „BBC News' "On this day". BBC News. 26. október 1994. Sótt 18. febrúar 2013.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. febrúar 2019. Sótt 26. október 2017.


Fyrirrennari:
Yun Posun
Forseti Suður-Kóreu
(17. desember 196326. október 1979)
Eftirmaður:
Choi Kyu-hah
(starfandi)