1650
Jump to navigation
Jump to search
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1650 (MDCL í rómverskum tölum) var 50. ár 17. aldar sem hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en þriðjudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Efnisyfirlit
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]

Cromwell við Dunbar eftir Andrew Carrick Gow um 1886.
- 27. apríl - Orrustan við Carbisdale: Her konungssinna gerði innrás í Skotland frá Orkneyjum en var sigraður af her Sáttmálamanna.
- 23. júní - Karl 2., kom til Skotlands, sem var hið eina af ríkjunum þremur (Englandi, Írlandi og Skotlandi) sem viðurkenndi hann sem konung.
- 3. september - Enskur þingher undir stjórn Olivers Cromwell sigraði fylgismenn Karls 2. í orrustunni við Dunbar.
- 9. október - Ákveðið var að sænska krúnan skyldi ganga í arf til karlkyns afkomenda Karls Gústafs af Pfalz.
- 20. október - Kristín Svíadrottning var krýnd.
- 4. nóvember - Vilhjálmur 3. varð Óraníufursti við fæðingu þar sem faðir hans, Vilhjálmur 2., lést nokkrum dögum áður.
Ódagsettir atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- Málaferli hófust gegn Hannibal Sehested, landstjóra í Noregi, í Danmörku.
- Eyjan Angvilla var numin af Englendingum frá Sankti Kristófer.
- Galdramál á Íslandi: Fjórtán skólapiltar í Skálholti voru hýddir og þeim vísað úr skóla fyrir meðferð galdrastafa.
- Ný dómkirkja, „Brynjólfskirkja“, var reist í Skálholti, en var ekki fullgerð.
Fædd[breyta | breyta frumkóða]
- 27. apríl - Charlotte Amalie af Hessen-Kassel, Danadrottning (d. 1714).
- 14. nóvember - Vilhjálmur 3. Óraníufursti (d. 1702).
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 11. febrúar - René Descartes, franskur heimspekingur og stærðfræðingur (f. 1595).
- 6. nóvember - Vilhjálmur 2. Óraníufursti (f. 1626).
Ódagsett[breyta | breyta frumkóða]
- Jón Jónsson ríðumaður var tekinn af lífi fyrir hórdóm ásamt stjúpdóttur sinni á Þingvöllum.