1642
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1642 (MDCXLII í rómverskum tölum) var 42. ár 17. aldar sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en laugardegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 4. janúar - Enska borgarastyrjöldin hófst á því að Karl 1. Englandskonungur reyndi að láta handtaka fimm þingmenn Langa þingsins.
- 1. mars - Nokkrir íbúar Galway tóku enskt skip og lýstu yfir stuðningi við Írska sambandsríkið.
- 17. maí - Sieur de Maisonneuve stofnaði Ville-Marie á Montréal í Kanada.
- Júlí - Enska borgarastyrjöldin: Karl 1. Englandskonungur hóf umsátur um Hull til að koma höndum yfir vopnabúr borgarinnar.
- 21. ágúst - Enska borgarastyrjöldin: Fyrsta orrustan við Lostwithiel.
- 2. september - Langa þingið lét loka öllum leikhúsum í London og batt þar með endi á enska endurreisnarleikhúsið.
- 23. október - Þrjátíu ára stríðið: Sænskur her undir stjórn Lennart Torstensons gjörsigraði keisaraherinn í orrustu við Breitenfeld.
- 23. október - Enska borgarastyrjöldin: Orrustan við Edgehill var fyrsta skipulega orrusta borgarastyrjaldarinnar.
- 13. nóvember - Enska borgarastyrjöldin: Konungssinnar hörfuðu undan þinghernum í orrustunni við Turnham Green og mistókst að taka London.
- 14. nóvember - Hollenski landkönnuðurinn Abel Tasman uppgötvaði Van Diemens-land sem var síðar nefnt Tasmanía.
- 13. desember - Abel Tasman var fyrsti Evrópubúinn sem kom auga á Nýja-Sjáland.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Ein af fyrstu óperunum, Krýning Poppeu eftir Claudio Monteverdi var frumsýnd.
- Byggingu Sívalaturns í Kaupmannahöfn lauk, en hún hófst árið 1637.
- Rembrandt lauk við málverkið Næturvörðurinn.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- Magnús Jónsson, lögmaður norðan og vestan (d. 1694).
- 2. janúar - Memeð 2. Tyrkjasoldán (d. 1693).
- 18. febrúar - Marie Champmeslé, frönsk leikkona (d. 1698).
- 15. apríl - Súleiman 2. Tyrkjasoldán (d. 1691).
- 14. ágúst - Cosimo 3. de'Medici erkihertogi í Toskana (d. 1723).
- 25. desember (gamli stíll) - Isaac Newton, enskur vísindamaður (d. 1727).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 8. janúar - Galileo Galilei, ítalskur vísindamaður (f. 1564).
- 3. júlí - Maria de'Medici, Frakklandsdrottning (f. 1575).
- 6. ágúst - Ragnheiður Eggertsdóttir í Saurbæ á Rauðasandi, ekkja Magnúsar prúða (f. 1550).
- 18. ágúst - Guido Reni, ítalskur listmálari (f. 1575).
- 12. september - Cinq-Mars markgreifi og hirðmaður Loðvíks 13.
- 4. desember - Richelieu kardináli (f. 1585).